Fáni

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg: Accra
Þjóðernishópar: Akan 45%, mole-dagbon 15%, ewe 12%, ga-dangme 7%, guan 4%, gurma 4%, grusi 3%, mande-busanga 1%, aðrir ættbálkar 1%, aðrir/óskilgreint/ 8% (2000)
Túngumál: Enska, twi, ewe, fante, boron, dagomba, dangme, dagarte, akayem, ga, akuapem, annað
Trúarbrögð: Kristnir 69%, múslímar 16%, hefðbundin trúarbrögð 9%, aðrir/óskilgreint/ekkert 7% (2000)
Íbúafjöldi: 26.984.328
Stjórnarform: Þingræði
Svæði: 238.540 km2
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: 6 498 PPP$
Þjóðhátíðardagur: 6. mars

Landafræði

Vegna legu Gana rétt norðan við miðbaug og rétt við 0 lengdarbauginn segja Ganabúar að landið sé nær miðju heimsins en nokkurt annað land í heimi. Á 500 kílómetra langri strandlengju Gana eru sandfyllt lón og klettar. Í suðvestri er regnskógabelti, en skógi vaxin fjöll eru ráðandi suðaustan til. Nyrst eru hitabeltisgresjur. Í austanverðu Gana liggur Voltavatn, eitt af stærstu grunnu stöðuvötnum heims. Í Gana er hitabeltisloftslag og monsúnrigningar gera það að verkum að heitt og rakt er á strandsvæðum allt árið. Í norðri hafa eyðimerkurvindar frá norðaustri áhrif á loftslagið og eru miklar sveiflur í hitastigi og úrkomu. Um þriðjungur lands í Gana er ofnýttur og sviðinn og horfir til auðnar. Að auki hefur ofbeit, skógarhögg og námuvinnsla leitt til skógareyðingar. Vatn er mengað vegna úrgangs frá iðnaði, landbúnaði og ófullnægjandi sorpeyðingu.

Saga

Gull, þrælar og fílabein lokkuðu Evrópubúa á 15. öld til svæðisins sem í dag er Gana. Árið 1901 varð landið bresk nýlenda og fékk nafnið Gullkistan. Andstaða við Breta jókst eftir seinni heimsstyrjöldina, og var Kwame Nkrumah leiðtogi frelsisbaráttunnar. Gana varð sjálfstætt ríki árið 1957, með Nkrumah sem æðsta leiðtoga. Árið 1966 tók herinn völdin, og tíminn sem fylgdi á eftir einkenndist af stjórnmálalegum óstöðugleika og efnahagskreppum. Jerry Rawlings liðsforingi var við völd í Gana frá 1979 til 2000, að frátöldu stuttu tímabili á níunda áratugnum. Á fyrra tímabili stjórnar Rawlings varð töluverður hagvöxtur og Gana varð uppáhald vestrænna þróunarstofnana. Hagvöxturinn stöðvaðist í lok tíunda áratugarins og óánægja með forsetann jókst. Forseta- og þingkosningarnar árið 2000 leiddu til ríkisstjórnarskipta í Gana.

Vistfræðileg fótspor

9 2

1,2

jarðarkúlur Gana

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Gana, þá þyrftum við 1,2 jarðar.

Vistfræðileg fótspor

Samfélag og stjórnmál

Gana er lýðveldi og eru bæði forsetinn og 230 þingmenn kjörnir til fjögurra ára í senn. Í Gana eru margir ólíkir ættbálkar, en ólíkt nágrannalöndunum hefur landið komist hjá innanríkisátökum. Ósamkomulag um eignafyrirkomulag leiddi þó til ættbálkaóeirða í norðri á miðjum tíunda áratugnum, og síðast árið 2002 voru 36 manns drepnir í bardögum í héraðinu. Í kjölfar forseta- og þingkosninganna árið 2000 var komið á fót nefnd til að rannsaka mannréttindabrot framin af herstjórn Rawlings. Á seinni tímum hefur verið lögð áhersla á baráttu gegn spillingu, ásamt því að bæta skóla- og heilbrigðiskerfi. Gana rekur virka utanríkisstefnu og er virkur þátttakandi í friðargæsluaðgerðum Sþ. Landið er einnig virkt í stjórnmálum nágrannalandanna og hefur unnið að því að leita friðsamlegra lausna á átökunum í Líberíu og á Fílabeinsströndinni.

Lífskjör

Gana er númer af löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hagkerfi og viðskipti

Með stuðningi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) voru efnahagslegar úrbætur hafnar á níunda áratugnum. Verksmiðjur í ríkiseigu voru seldar og ríkisstarfsmönnum sagt upp. Úrbæturnar leiddu til hagvaxtar og voru þær aðgerðir taldar vel heppnaðar. Í byrjun 21. aldar voru erlendar skuldir Gana afskrifaðar að frumkvæði Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Landið er þó enn stórskuldugt. Efnahagur þess byggist á útflutningi á gulli og kakói. Yfir helmingur íbúa landsins hefur lifibrauð af landbúnaði. Iðnaður Gana er tiltölulega vel uppbyggður, einkum á svæðunum í kringum Accra og hafnarbæinn Tema, en margar vörur þarf þó enn að flytja inn. Árið 2007 fannst mikið af olíu úti fyrir ströndum landsins. Gana er meðlimur í vesturafrísku fríverslunarsamtökunum ECOWAS. Landið hefur einnig viðskiptasambönd í Vestur-Evrópu og Asíu. Stærstur hluti erlendra vörukaupa fer í gegnum tvær hafnir landsins, Tema og Takoradi. Gana vonast til að verða miðstöð samgangna í Vestur-Afríku og er uppbygging samgöngukerfisins forgangsmál.

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Gana fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Atvinna

Atvinnuleysi

Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.

6 10 10 10 10 10 10 10 10 10

0,4

af hverjum 10 sem geta unnið eru atvinnulausir Gana

Atvinnuleysi

Fátækt

Verg landsframleiðsla (VLF) á mann

Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

2

6 498

VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Gana

Tölfræði um VLF í PPP

Lífskjör

Gana er númer af löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hungur

Hlutfall íbúa sem eru vannærðir

4 10 10 10 10 10 10 10 10 10

0,6

Hlutfall vannærðra íbúa Gana

Tölfræði - vannæring

Heilsa

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

10 10 10 10 4 0 0 0 0 0

4,4

af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Gana

Tölfræði um drykkjarvatn

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

10 10 10 10 10 10 10 10 10 4

9,4

af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Gana

Tölfræði um bólusetningar gegn mislingum

Jafnrétti

Kynjamismunun

Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.

5

0,529

GII-vísitala í Gana

GII - vísitala um kynjamismunun

Loftslag

Vistfræðileg fótspor

9 2

1,2

jarðarkúlur Gana

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Gana, þá þyrftum við 1,2 jarðar.

Vistfræðileg fótspor

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar

6

0,60

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Gana

Tölfræði um losun koltvísýrings á íbúa

Mannfjöldi

Íbúar

34 121 985

Fólksfjöldi Gana

Fólksfjöldi

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

10 10 10 5

3,5

Fæðingartíðni Gana

Fæðingartíðni

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44

44

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Gana

Barnadauði

Menntun

Læsi og skrifleg færni

Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

10 10 10 10 10 10 10 10 0 0

8,0

af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Gana

Tölfræði um ólæsi

Kort af Gana