Fáni
Helstu tölur og staðreyndir
Höfuðborg: | Tbilisi |
Þjóðernishópar: | Georgíumenn 83.8%, Azerar 6.5%, Armenar 5.7%, Rússar 1.5%, aðrir 2.5% (2002) |
Túngumál: | Georgíska (opinbert), rússneska, armenska, azeri, annað |
Trúarbrögð: | Rétttrúnaðarkirkjan 83.9%, armensk-gregorianar 3.9%, kaþólikkar 0.8%, múslímar 9.9%, aðrir/óskilgreint/ekkert 1,5% (2002) |
Íbúafjöldi: | 3 907 131 |
Stjórnarform: | Lýðveldi |
Svæði: | 69 700 km2 |
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: | 20 113 PPP$ |
Þjóðhátíðardagur: | 26. maí |
Landafræði
Landslag Georgíu er mjög fjölbreytt. Í norðri mynda Kákasusfjöll landamæri við Rússland en Kákasusfjöll minni mynda landamærin við Tyrkland og Armeníu í suðri. Í miðju landsins er Suram hálendið sem tengir fjallkeðjurnar tvær. Hálendið myndar vatnaskil á milli árinnar Rioni sem rennur vestur til Svartahafs og Mtkvari sem rennur í austur og endar í Kaspíahafi. Loftslagið í Georgíu er mjög breytilegt frá austri til vesturs. Í vestri er heittemprað loftslag með heitum sumrum, mildum vetrum og miklum rigningum á vetrartímanum. Í austurhluta landsins er meginlandsloftslag algengara, með lítilli úrkomu, köldum vetrum og heitum sumrum. Mikið af gróðri á vesturláglendinu hefur vikið fyrir landbúnaði og þéttbýlisþróun. Til að mynda eru stórir hlutar skóglendis sem þöktu þetta svæði horfnir. Óhófleg notkun áburðar og skordýraeiturs hefur einnig leitt til þess að jarðvegurinn hefur gjöreyðilagst á mörgum svæðum.
Saga
Stórveldistími Georgíu var á 12. öld. Menningin blómstraði og landið stækkaði. Landinu var skipt upp í lítil konungsdæmi vegna tíðra árása frá bæði Tyrkjum og Persum. Á 17. öld voru tvö konungsdæmanna í austri sameinuð. Í von um að njóta verndar gekk landið í bandalag með Rússlandi. Rússneski keisarinn leysti upp konungsdæmið árið 1801 og innlimaði landið sem hérað í Rússlandi. Þegar rússneska heimsveldið féll árið 1917 fékk Georgía sjálfstæði. Það varði stutt því árið 1921 gerði Rauði herinn árás. Landið varð hluti af hinu nýja ríkjasambandi Sovétríkjunum. Georgía fékk fyrst sjálfstæði árið 1991 eftir fall kommúnismans. Tímabilið eftir sjálfstæði einkenndist af innanríkisátökum á milli ólíkra hópa sem allir vildu ná völdum í landinu. Árið 1992 var forseta Georgíu steypt af stóli og fyrrum utanríkisráðherra Sovétríkjanna, Eduard Sjevardnadse, tók við völdum. Óánægja meðal íbúa vegna fátæktar, spillingar og vaxandi glæpa, auk ásakana um kosningasvindl varð til þess að forsetanum var steypt af stóli árið 2003 í friðsamlegum mótmælum borgaranna sem nefndist Rósabyltingin.
Vistfræðileg fótspor
1,4
Jarðarkúlur Georgía
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Georgía, þá þyrftum við 1,4 jarðar.
Vistfræðileg fótsporSamfélag og stjórnmál
Georgía er lýðveldi. Eftir byltinguna árið 2004 vildu borgararnir stjórnmálamenn sem ættu ekki rætur í hinni gömlu Sovétstjórn. Miklar vonir hafa verið bundnar við að nýir leiðtogar dragi úr atvinnuleysi, glæpum og spillingu. Verkefnið hefur reynst erfitt viðureignar þrátt fyrir að eitthvað hafi dregið úr spillingu. Atvinnuleysi er enn mikið, sérstaklega í borgunum. Velferðarkerfi sem var til staðar á Sovéttímanum er horfið og stór hluti heilbrigðiskerfisins hefur verið einkavæddur.
Héruðin Abkhasia, Adsjaria og Suður-Ossetia hafa lengi óskað þess að fá sjálfstæði frá Georgíu. Sambandið við Rússland er flókið, en Rússland styður ósk héraðanna þriggja um sjálfstæði og hefur sent herafl til þeirra á átakatímum. Samkvæmt Georgíu og Sameinuðu þjóðunum (og flestum öðrum þjóðum heims) eru héröðin þrjú skilgreind sem sjálfsstjórnarsvæði innan Georgíu, en í raun hefur Georgía enga völd innan héraðanna. Margir telja að Rússland hafi nýtt sér sjálfstæðisbaráttu héraðanna til þess að efla völd sín innan þeirra og veikja stöðu Georgíu.
Stjórnvöld landsins óska eftir samvinnu við vestræn ríki eins og Bandaríkin, NATO og Evrópusambandið, og hafa sótt um aðild að NATO.
Lífskjör
61 / 188
HDI-lífskjör Georgía
Georgía er númer 61 af 188 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHagkerfi og viðskipti
Upplausn Sovétríkjanna leiddi til efnahagshruns í Georgíu. Vegna innanríkisátaka versnaði efnahagsástand í landinu til muna. Lífskjör eru bág og margir Georgíumenn neyðast til að vinna erlendis eða vinna störf sem flokkast utan hins almenna opinbera vinnumarkaðar. Frá sjálfstæði hafa stjórnvöld smám saman gert markaðinn frjálsari og opnað fyrir erlendar fjárfestingar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn hafa veitt landinu mikinn fjárhagsstuðning. Stjórnvöld í Georgíu óska þess að Georgía verði viðkomustaður fyrir viðskipti með olíu og gas sem hefur leitt til átaka við Rússa. Farið hefur verið af stað með stór verkefni sem hafa það að markmiði að byggja stórar gas- og olíuleiðslur frá Kaspíahafi í gegnum Georgíu að Svartahafi og Miðjarðarhafi. Þetta hefur haft jákvæð áhrif á efnahag landsins sem nú vex hvað hraðast í Austur-Evrópu. Milt loftslag Georgíu gerir landið að mikilvægu landbúnaðarlandi. Mikið af víni og ávöxtum er flutt frá Georgíu til nærliggjandi landa.