Fáni

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg: Guatemala City
Íbúafjöldi: 18 249 868 (2021)
Svæði: 108 890 km2
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: 10 818 PPP$
Þjóðhátíðardagur: 15. september

Landafræði

Meira en helmingur þess landsvæðis sem tilheyrir Gvatemala er hálendi, en þar má finna tvo fjallgarða, Sierra Madre í suðurhlutanum og Altos Chuchmatanes fyrir norðan. Sierra Madre er sá yngri og má þar finna 33 eldfjöll, þar af þrjú virk. Í suðurátt liggur Kyrrahafið, en landið sem liggur að því er mjög frjósamt. Fjallgarðarnir tveir eru aðskildir af dal nokkrum, en í honum renna árnar Rio Polochic og Rio de Matagua. Norður af Altos Chuchmatanes er stórt láglendissvæði með regnskógum og grassléttum. Regnskógarnir hverfa á ógnarhraða, en stærð þess landssvæðis sem þakið er regnskógi hefur minnkað um helming síðan árið 1890. Líffræðilegri fjölbreytni er ógnað vegna þessa. Að auki er uppblástur lands önnur alvarleg afleiðing skógeyðingar. Við strandlengjuna og í norðurhluta landsins er hitabeltisloftslag en á þeim hluta strandlengjunnar sem liggur að karabíska hafinu getur rignt allan ársins hring. Á miðhálendinu og í nyrstu fjallgörðunum getur hitastig farið undir frostmark á nóttunni. Vatnsmengun er viðvarandi vandamál í Gvatemala. Minna en helmingur íbúa á landsbyggðinni hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni.

Saga

Fyrir um 4000 árum varð til samfélag með fasta búsetu á þeim stað sem við köllum Gvatemala í dag. Síðar varð Maya-menningin til, en Mayar voru stærsti menningarhópurinn í Mið-Ameríku fyrr á öldum. Á blómaskeiði Mayanna, frá 300 - 900 e. Kr. þróuðu þeir meðal annars stærðfræði og tímatal. Á sextándu öld komu Spánverjar til landsins og innlimuðu það í spænska heimsveldið. Þetta var byrjunin á kúgun og illri meðferð á frumbyggjum svæðisins, sem enn viðgengst. Árið 1821 fengu Gvatemalar sjálfstæði frá Spáni og 1838 varð landið algjörlega sjálfstætt. Það liðu þó hundrað ár áður en lýðræði komst á í landinu. Í kjölfarið voru gerðar miklar og mikilvægar félagslegar úrbætur. Stjórnvöld reyndu að minnka vald Bandaríkjanna í landinu. Bandaríkjamennn hættu því allri aðstoð við landið og studdu valdaránið sem átti sér stað 1954. Í kjölfarið komst á hernaðareinræði í Gvatemala sem varði næstu þrjátíu árin. Kommúnistaflokkurinn var bannaður og stjórnarandstaðan ofsótt. Þó var andstaða við stjórnvöld mikil og á sjöunda áratug seinustu aldar braust út skæruliðastríð, sem varði allt til ársins 1996. Friðarsáttmáli kom svo í kjölfar þess að landið hafði færst nær lýðræðislegu fyrirkomulagi þar sem völd hersins og stjórnvalda voru ekki eins mikil og áður. Einnig hafði það mikil áhrif að Bandaríkjamenn hættu að styðja hernaðareinræðið.

Vistfræðileg fótspor

9 1

1,1

jarðarkúlur Gvatemala

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Gvatemala, þá þyrftum við 1,1 jarðar.

Vistfræðileg fótspor

Samfélag og stjórnmál

Árið 2007 sigraði vinstriflokkur í forseta- og þingkosningum í Gvatemala í fyrsta sinn frá því að valdaránið átti sér stað árið 1954. Álvaro Colom Caballero úr UNE- flokknum var kosinn forseti landsins, líklega vegna loforða hans um að bæta félagslegar aðstæður í landinu og stemma stigu við sívaxandi ofbeldi. Þau loforð hefur reynst erfitt að uppfylla. UNE hefur ekki meirihluta á þinginu og þar sem skattar í landinu eru lágir er erfitt að fjármagna þær endurbætur sem lofað var. Í friðarsáttmálanum frá 1996 var því lofað að réttindi frumbyggja yrðu bætt í stjórnarskránni, en þær stjórnarskrárbreytingar hafa ekki enn orðið. Einnig voru gefin loforð um að takmarka vald hersins með lögum, en þær breytingar hafa heldur ekki litið dagsins ljós. Sú ofbeldismenning sem óx og dafnaði frá því að borgarastyrjöldin geysaði er enn stórt vandamál í landinu og eru glæpagengi útbreidd. Misskipting auðs í Gvatemala er ein sú mesta í heiminum. 60% íbúanna lifa við mikla fátækt sem kemur verst niður á börnum. Einn þriðji þeirra þarf að vinna fyrir sér og helmingurinn af þeim eru vannærð.

Lífskjör

12

120 / 169

HDI-lífskjör Gvatemala

Gvatemala er númer 120 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hagkerfi og viðskipti

Bandaríkin hafa lengi haft mikil áhrif í Gvatemala, bæði efnahagsleg og pólitísk. Í byrjun 20. aldarinnar kom bandaríska fyrirtækið United Fruit Company til landsins og hóf ræktun á banönum og kaffibaunum. Þessar vörur gegna enn mikilvægu hlutverki í útflutningi landsins, en um helmingur landsmanna starfar við landbúnað. Á síðari árum hefur verið lögð aukin áhersla á fjölbreytni í landbúnaði til að stemma stigu við sveiflum á heimsmarkaðsverði. Síðan árið 2000 hafa þjónustustörf fengið aukið vægi í landinu og hafa nú tekið við sem helsta tekjulind landsins, en um það bil 60% af vergri þjóðarframleiðslu landsins eru tekjur vegna þjónustustarfa. Efnahagurinn í Gvatemala er mjög sterkur samanborið við önnur lönd Mið-Ameríku. Eins og er stendur efnahagsleg þróun í stað vegna takmarkaðrar innviða ríkisins, hárrar glæpatíðni og lágs menntunarstigs. Umfangsmikil spilling gerir landið líka að ófýsilegum kosti fyrir erlenda fjárfesta. Bandaríkin eru mikilvægasti viðskiptaaðili landsins, en Gvatemala á einnig í talsverðum viðskiptum við önnur nágrannalönd sín. Gvatemala fór ekki varhluta af alþjóðlegu fjármálakreppunni sem hófst 2008. Ástandið versnaði enn frekar árið 2009 þegar miklir þurrkar gengu yfir svæðið og þurfti landið á erlendri aðstoð að halda til að verjast hungursneyð.

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Gvatemala fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Atvinna

Atvinnuleysi

Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.

7 10 10 10 10 10 10 10 10 10

0,3

af hverjum 10 sem geta unnið eru atvinnulausir Gvatemala

Atvinnuleysi

Fátækt

Verg landsframleiðsla (VLF) á mann

Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

3

10 818

VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Gvatemala

Tölfræði um VLF í PPP

Lífskjör

12

120 / 169

HDI-lífskjör Gvatemala

Gvatemala er númer 120 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hungur

Hlutfall íbúa sem eru vannærðir

0 3 10 10 10 10 10 10 10 10

1,7

Hlutfall vannærðra íbúa Gvatemala

Tölfræði - vannæring

Heilsa

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

10 10 10 10 10 6 0 0 0 0

5,6

af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Gvatemala

Tölfræði um drykkjarvatn

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

10 10 10 10 10 10 10 10 1 0

8,1

af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Gvatemala

Tölfræði um bólusetningar gegn mislingum

Jafnrétti

Kynjamismunun

Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.

5

0,481

GII-vísitala í Gvatemala

GII - vísitala um kynjamismunun

Loftslag

Vistfræðileg fótspor

9 1

1,1

jarðarkúlur Gvatemala

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Gvatemala, þá þyrftum við 1,1 jarðar.

Vistfræðileg fótspor

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar

10 0

1,00

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Gvatemala

Tölfræði um losun koltvísýrings á íbúa

Mannfjöldi

Íbúar

18 092 026

Fólksfjöldi Gvatemala

Fólksfjöldi

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

10 10 3

2,3

Fæðingartíðni Gvatemala

Fæðingartíðni

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23

23

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Gvatemala

Barnadauði

Menntun

Læsi og skrifleg færni

Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

10 10 10 10 10 10 10 10 4 0

8,4

af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Gvatemala

Tölfræði um ólæsi

Kort af Gvatamala