Fáni

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg: Nýja Delí
Tungumál: Enska, hindí og 21 ættbálkamál
Trúarbrögð: Hinduar 80%, múslímar 13%, kristnir 2%, sikher 2%, aðrir/óskilgreint/ekkert 3%
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: 8 379 PPP$

Landafræði

Indland er eitt af stærstu löndum veraldar. Landfræðilega er hægt að skipta landinu í þrjá flokka: Himalajafjöll í norðri, norðurindísku slétturnar og hálendið í suðri. Himalajafjöll samanstanda af fjallgörðum sem liggja samsíða og á milli þeirra eru frjósamir dalir eins og Kasmírdalurinn. Slétturnar í norðri eru eitt af frjósömustu svæðum Indlands og margar af stærstu ám landsins renna þar í gegn, svo sem Ganges, Indus, Brahmaputra og hliðarár þeirra. Um það bil 57 prósent af landi er notað til landbúnaðar, restin er skógur, eyðimörk, vatn, borgir og beitiland fyrir dýr. Loftslagið er mjög fjölbreytt þar sem landið er svo stórt. Því er hægt að skipta í tvö loftslagsbelti, temprað loftslag í norðri og hitabeltisloftslag í suðri. Í norðri er hitastigið frá 15 gráðum í janúar til 30 – 40 gráða í maí, en í suðri er loftslagið jafnt á milli 25 og 35 gráður. Á Indlandi eru víðtæk umhverfisvandamál. Eftirlitslaus losun úrgangs frá sístækkandi iðnaði er stórt vandamál sem hefur leitt til þess að 70 prósent af yfirborðsvatni í Indlandi er mengað.

Saga

Ein af fyrstu hámenningum sögunnar, Indus menningin, þróaðist við bakka fljótsins Indus 3000 árum fyrir Krist á því svæði sem í dag er Indland. Indó-Evrópubúar lögðu grunninnn að hindúisma og hafa haft mikil áhrif á menningu Indlands. Á áttundu öld fóru arabar í herferð gegn Indlandi og Tyrkir fylgdu í kjölfarið á 12 öld. Hinir múslímsku Dheli soldánar voru stofnaðir á 13 öld og fylgt eftir af Lordi konungsættinni og Mongólunum. Múslímarnir komu með nýjungar í menningu, bókmenntum og arkítektúr. Árið 1498 uppgötvaði Portúgalinn Vasco da Gama sjóleiðina til Indlands. Fleiri Evrópubúar fylgdu á eftir og komið var upp viðskiptastöðvum. Á 18 öld féll Mongólaríkið og Breska austur-indínafélagið hóf miskunnarlaust arðrán á indversku þjóðinni. Í lok 18 aldar hnignuðu völd fyrirtækisins og árið 1858 tók breska ríkisstjórnin yfir völdum í Indlandi. Árið 1885 var Indian National Congress (þingflokkurinn) stofnaður. Hann leiddi frelsisbaráttuna gegn Englendingum með Mohandas Karamchand Gandhi sem leiðtoga. Gandhi leiddi friðsamlega, fleiri milljónir Indverja mótmæltu með friðsamri borgaralegri óhlýðni. Gandhi var hindúi og múslímar óttuðust yfirráð hindúa. Þegar Indland fékk sjálfstæði árið 1947 voru stofnuð tvö ríki – hið indverska ríki Indland og hið íslamska lýðveldi Pakistan.

Vistfræðileg fótspor

7

0,7

jarðarkúlur Indland

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Indland, þá þyrftum við 0,7 jarðar.

Vistfræðileg fótspor

Samfélag og stjórnmál

Indland er bandalag ríkja sem hvert hefur sína stjórn. Samhliða er landsstjórn sem ræður yfir málum eins og utanríkismálum, varnarmálum, þróunarmálum og gjaldmiðli. Innleitt hefur verið kvótakerfi til þings fyrir konur og fólk frá jaðarhópum. Ríkjastjórnirnar eru ábyrgar fyrir málum eins og skólamálum, sjúkrahúsum, samgöngumálum og landbúnaði. Í landinu eru margir stjórnmálaflokkar, en vinstri flokkurinn sem hefur verið við völd meiri hluta tímans eftir sjálfstæði. Það var einnig sá flokkur sem leiddi baráttuna fyrir sjálfstæði. Í Indlandi hefur verið hagvöxtur undanfarin ár og millistétt landsins fer stækkandi. Landið einkennist samt sem áður af gífurlegum mismun og lifir stór hluti íbúa landsins í fátækt. Þrátt fyrir að fátækum fækki sífellt eru enn 380 milljónir manneskja undir fátæktarmörkum. Ástandið er verst í fátækrahverfunum í stórborgunum og á landsbyggðinni, þar sem um fjórðungur allra Indverja býr. Frá 1993 til 2002 frömdu um 100.000 bændur sjálfsmorð vegna þess að þeir gátu ekki séð fyrir fjölskyldum sínum.

Lífskjör

12

118 / 169

HDI-lífskjör Indland

Indland er númer 118 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hagkerfi og viðskipti

Mestan hluta tímans eftir sjálfstæði hefur Indland haft einskonar jafnaðarstefnu nálgun við efnahaginn. Ríkið hefur haft strangt eftirlit með einkageiranum, erlendum viðskiptum og erlendum fjárfestingum. Frá 1991 hefur landið smám saman opnað markaði sína í gegnum efnahagslegar umbætur og minni ríkisafskipti yfir erlendum viðskiptum og fjárfestingum. Þetta hefur leitt til mikilla stjórnmálalegra umræðna í landinu, vegna þess að efnahagsstefnan breytist. Hagvöxtur í Indlandi er einn sá mesti í heimi. Á sama tíma hefur hagvöxturinn verið mjög ójafn þegar bornir eru saman ólíkir hópar. Indland hefur þróað kjarnorkuiðnað, er stór vopnaframleiðandi og byggir eigin geimskip. Landið er einnig stórt innan tölvugeirans og er stór hugbúnaðarframleiðandi.

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Indland fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Atvinna

Atvinnuleysi

Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.

3 10 10 10 10 10 10 10 10 10

0,7

af hverjum 10 sem geta unnið eru atvinnulausir Indland

Atvinnuleysi

Fátækt

Verg landsframleiðsla (VLF) á mann

Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

3

8 379

VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Indland

Tölfræði um VLF í PPP

Lífskjör

12

118 / 169

HDI-lífskjör Indland

Indland er númer 118 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hungur

Hlutfall íbúa sem eru vannærðir

0 5 10 10 10 10 10 10 10 10

1,5

Hlutfall vannærðra íbúa Indland

Tölfræði - vannæring

Heilsa

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

Tölfræði um drykkjarvatn

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

10 10 10 10 10 10 10 10 9 0

8,9

af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Indland

Tölfræði um bólusetningar gegn mislingum

Jafnrétti

Kynjamismunun

Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.

5

0,490

GII-vísitala í Indland

GII - vísitala um kynjamismunun

Loftslag

Vistfræðileg fótspor

7

0,7

jarðarkúlur Indland

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Indland, þá þyrftum við 0,7 jarðar.

Vistfræðileg fótspor

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar

10 6

1,58

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Indland

Tölfræði um losun koltvísýrings á íbúa

Mannfjöldi

Íbúar

1 428 627 663

Fólksfjöldi Indland

Fólksfjöldi

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

10 10 0

2,0

Fæðingartíðni Indland

Fæðingartíðni

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31

31

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Indland

Barnadauði

Menntun

Læsi og skrifleg færni

Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

10 10 10 10 10 10 10 6 0 0

7,6

af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Indland

Tölfræði um ólæsi

Kort af Indland