Fáni

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg: Jakarta
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: 14 653 PPP$

Landafræði

Indónesía er eyjahópur sem samanstendur af 17.506 eyjum, stærstar þeirra eru Java, Sumatra, Kalimantan, Nýja-Gínea og Sulawesi. Indónesía er staðsett á svæði þar sem þrír hlutar jarðskorpunnar mætast. Í landinu eru þess vegna mörg eldfjöll og jarðskjálftar eru daglegt brauð. Tsunami sem lenti á gífurlega stórum svæðum í suðaustur Asíu og tók mörg líf á norðurhluta Sumötru 2004 varð til dæmis vegna neðanjarðarjarðskjálfta. Indónesískar eyjar eru með skógiklædd fjöll, en víðfem láglendi eru einnig á nokkrum eyjanna. Í landinu er úthafsloftslag, með raka frá 70-90 prósent. Meðalhiti liggur á bilinu 27-28 gráður á láglendi, á meðan svalara er í fjöllunum. Notkun olíu og kola sem orkugjafa, auk notkunar á áburði og skordýraeitri, hefur skapað töluverð umhverfisvandamál.

Saga

Íbúar Indónesíu eru innflytjendur frá suðaustur-asíska fastlandinu um 500 fyrir Krist. Íslam kom til landsins á 14 öld og varð eftir nokkurn tíma ráðandi trú á svæðinu. Portúgalar vildu einokun á kryddverslun frá Austri og voru þeir fyrstu Evrópubúarnir sem komu sér fyrir í landinu. Árið 1602 fékk Holland stjórnina í gegnum stofnun Sameinaða Austur-Indía Félagsins en félagið varð gjaldþrota árið 1799 og Indónesía varð formlega hollensk nýlenda. Innrás Japans í Indónesíu í seinni heimsstyrjöldinni vakti freslsishreyfinguna til lífs. Eftir stríðið tókst Hollandi ekki að ná aftur völdum yfir landinu og undir leiðsögn þjóðarleiðtogans Sukarno var Indónesía yfirlýst sjálfstætt ríki árið 1949. Of sterk tengsl við kommúnistana sköpuðu óánægju og eftir valdarán stutt af CIA árið 1968 varð Suharto forseti. Suharto kom á fót stjórnmálaverkefninu „Hið nýja skipulag“, þar sem lögð var áhersla á erlendar fjárfestingar. Asíska fjármálakreppan árið 1998 hafði slæm áhrif á landið. Það kom af stað ofbeldisfullum mótmælum gegn einræðisstjórn Suhartos og hann hvarf frá völdum.

Samfélag og stjórnmál

Indónesía er lýðveldi, þar sem bæði forsetinn og 550 meðlimir þjóðþingsins eru kosnir til fimm ára í senn. Landinu er skipt í 30 héruð, auk sérstöku héraðanna Aceh og Yogyakarta og höfuðborgarsvæðisins Jakarta. Á seinni tímum hafa lýðræðislegar stofnanir þanist út, með stjórnmálaflokkum, tiltölulega frjálsum fjölmiðlum og endurbættri stjórnarskrá. Meðal íbúa Indónesíu eru trúarlegar, þjóðfræðilegar og menningarlegar andstæður og kröftugir aðskilnaðarhópar hafa verið vandamál á einstaka svæðum. Árið 2005 fannst pólitísk lausn á átökunum í Aceh. Menning Indónesíu einkennist af trúarlegum fjölbreytileika, með þætti frá hindúisma, búddisma, íslam og andatrú.


Hagkerfi og viðskipti

Í stjórnartíð Suhartos var hagvöxtur í Indónesíu, en asíska fjármálakreppan árið 1998 hafði slæm áhrif á landið. Milljónir Indónesa urðu atvinnulausir og fátækir. Verg landsframleiðsla hefur aukist undanfarin ár, en á sama tíma hefur munurinn á ríkum og fátækum aukist. Hagvöxturinn var einna helst á eynni Java og höfuðborginni Jakarta. Þjónustuiðnaður stendur í dag að baki stærstum hluta landsframleiðslu Indonesíu, en næstum helmingur íbúa landsins hefur lifibrauð sitt af landbúnaði. Ferðaþjónusta er mjög mikilvæg tekjulind, en pólitískur óstöðuleiki undanfarinna ára hefur leitt til fækkunar ferðamanna. Jarðolía og gas eru mikilvægustu útflutningsvörur Indónesíu og er Japan mikilvægasti viðskiptaaðilinn. Hinar mörgu eyjar landsins eru áskorun fyrir samgöngur, og gott samgöngukerfi finnast einungis á þéttbýlustu stöðunum. Flug - og skipaflutningar gegna mikilvægu hlutverki við að tengja eyjarnar saman. Indónesía hefur góð samskipti við nágrannalöndin og er landið eitt af stofnendum ASEAN, suður-asískum samtökum fyrir stjórnmála og efnahagslega samvinnu.