Fáni
Helstu tölur og staðreyndir
Höfuðborg: | Teheran |
Þjóðernishópar: | Persar 51%, azeriar 24%, gilaki/mazandarani 8%, kúrdar 7%, arabar 3%, lur 2%, balochi 2%, túrkmenar 2%, aðrir 1% |
Tungumál: | Persneska, tyrkneska, kúrdíska, luri, balochi, arabíska |
Trúarbrögð: | Síjamúslímar 89%, súnnímúslímar 9%, aðrir/óskilgreint/ekkert 2% |
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: | 18 075 PPP$ |
Landafræði
Miðhluti Írans er að mestu fjöll og hálendi. Frjósamt láglendi er við ströndina, við Kaspíahaf og Persaflóa. Loftslag í Íran er mjög breytilegt. Á hálendinu og í fjöllunum er kalt og þar snjóar á veturna, en á láglendinu getur hiti farið upp í 40–50 gráður. Öflugir jarðskjálftar hafa oft riðið yfir landið og skilið eftir sig mikla eyðileggingu. Persaflói er mjög mengaður af olíuúrgangi frá tímum stríðsins þar. Útblástur frá bílum, ásamt mengun frá olíu- og þungaiðnaði, spillir andrúmsloftinu, einkum í borgunum. Teheran, höfuðborg, Írans er á lista yfir menguðustu borgir heims.
Saga
Íran, áður kallað Persía, var fyrr á öldum stærsta og merkilegasta veldi heims. Landinu stýrðu ættarveldi mann fram af manni og það var undir mongólskri stjórn í meira en 300 ár. Óánægja með stefnu Shaens, konungs Írans, og tilraunir hans til að koma á vestrænum þjóðfélagsháttum leiddi til írönsku byltingarinnar árið 1979. Shaen var þvingaður til að yfirgefa landið og Khomeini æðstiklerkur tók við völdum. Í stað einveldisins var komið á íslömsku lýðveldi. Árið 1979 braust hópur stúdenta inn í bandaríska sendiráðið í Teheran og tók þar gísla. Síðan þá hefur samband Írans og Bandaríkjanna verið mjög stirt. Árið 1980 lýsti Írak, undir stjórn Saddams Hussein, yfir stríði við Íran. Átta ára stríðsátök kostuðu um 400 þúsund manns lífið samkvæmt vestrænum heimildum. Eftir dauða Khomeinis árið 1989 hafa írönsk stjórnmál litast af átökum á milli íhaldssamrar klerkastéttar og frjálslyndari afla í landinu.
Vistfræðileg fótspor
2,0
Jarðarkúlur Íran
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Íran, þá þyrftum við 2,0 jarðar.
Vistfræðileg fótsporSamfélag og stjórnmál
Stjórnarhættir í Íran eru blanda klerkastjórnar og lýðræðis. Hinn andlegi leiðtogi klerkanna er í raun æðsti yfirmaður landsins og getur meðal annars ógilt ákvarðanir sem teknar eru af forsetanum og þinginu. Að auki stjórnar hann réttarkerfinu, fjölmiðlum, lögreglu og hernum. Klerkarnir og leiðtogi þeirra eru ekki kjörnir af íbúum landsins, en forsetinn og þingmenn eru kjörnir til fjögurra ára í senn. Íranska stjórnarskráin er frá 1979 og kveður á um að íslömsk lög, sharía, séu öðrum lögum æðri í samfélaginu. Verndarráðið, sem er skipað sex klerkum tilnefndum af leiðtoganum og sex lögmönnum skipuðum af þinginu, á að hafa eftirlit með að þetta sé virt. Bandarísk stjórnvöld hafa ásakað Írana um að vinna að þróun kjarnavopna. Þeir neita þessum ásökunum og segja að bygging kjarnorkuvers í samstarfi við Rússa sé aðeins í friðsamlegum tilgangi. Málfrelsi og réttur frjálsra félagasamtaka er mjög takmarkaður í Íran og er ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir beitingu íslamskra refsinga á borð við aflimun.
Lífskjör
74 / 188
HDI-lífskjör Íran
Íran er númer 74 af 188 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHagkerfi og viðskipti
Meirihluti útflutnings Írans byggir á olíu og gasi. Lega landsins og olíuauður þess hafa árum saman skapað ýmis vandamál, jafnt innanlands sem og á heimsvísu. Á miðjum áttunda áratug síðustu aldar var olíuiðnaðurinn þjóðnýttur og hefur hann síðan verið stærsta tekjulind landsins. Olíuverð á heimsmarkaði hefur mikil áhrif á efnahag landsins. Aukin áhersla á landbúnað hefur eflt útflutning á landbúnaðarvörum, en landið er enn háð innflutningi á matvöru. Mikill fjárlagahalli og áhrif íslamskra laga á efnahagskerfi landsins hafa komið í veg fyrir að landið nái árangri á alþjóðamarkaði. Bandarísk stjórnvöld hafa beitt Íran viðskiptabanni frá árinu 1995. Ástæður þess eru meðal annars kjarnorkuvæðing landsins og ásakanir um að Íranar styðji líbönsku síjamúslímahreyfinguna Hisbollah. Samskipti Írans við Bandaríkin og Ísrael eru mjög stirð, en það er meðal annars opinber stefna Írans að ríki Gyðinga í Ísrael skuli eytt.