Fáni

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg: Reykjavík
Þjódernishópar: Íslendingar
Tungumál: Íslenska, enska, önnur norræn tungumál, þýska
Trúarbrögð: Kristnir 94%, aðrir /ekkert/óskilgreint 6%
Sjtórnarform: Lýðveldi
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: 69 081 PPP$

Landafræði

Nærri tíundi hluti Íslands er þakinn jöklum. Landið er hálent og jöklar eru víða í hæstu fjöllum. Láglendi er einkum með ströndum fram og þar eru margir firðir. Ísland liggur á mörkum tveggja jarðskorpufleka á Mið-Atlantshafshryggnum. Þá rekur jafnt og þétt hvorn frá öðrum og upp í jarðskorpuna berst kvika. Vegna þessa er fjöldi virkra eldstöðva í landinu og jarðhiti er víða í jörðu. Að jafnaði verður eldgos á Íslandi að minnsta kosti fimmta hvert ár. Eyjan Surtsey myndaðist til dæmis í gosi suður af landinu á árunum 1963–1967. Ísland liggur skammt suður af heimskautsbaug, en hlýsjór sem berst með Golfstraumnum gerir loftslagið tiltölulega milt. Sumrin eru svöl, en vetur mildir og hafís liggur sjaldan við strendur landsins.

Saga

Áður en norrænir menn settust að á Íslandi um 870, er talið að þar hafi verið írskir munkar. Árið 930 var stofnað til almenns löggjafar- og dómþings (Alþingi) á Þingvöllum. Kristni var lögtekin nærri árinu 1000. Ísland var sjálfstætt ríki til ársins 1262 þegar það var sameinað Noregi. Í lok 15. aldar urðu Ísland og Noregur hluti af Danmörku með Kalmarsambandinu. Undir lok 19. aldar fluttust margir Íslendingar til Bandaríkjanna og Kanada. Um svipað leyti efldist frelsishreyfing landsmanna og árið 1874 fékk landið eigin stjórnarskrá úr hendi Danakonungs. Landið hlaut fullveldi árið 1918. Bretar hernámu Ísland í seinni heimsstyrjöldinni og Bandaríkjamenn tóku svo við. Þjóðverjar höfðu hernumið Danmörku og Ísland var álitið mjög mikilvægt hernaðarlega. Árið 1944 lýstu Íslendingar svo yfir fullu sjálfstæði. Gert var samkomulag við Bandaríkjamenn um að þeir tækju að sér varnir landsins. Þeir reistu herstöð á Keflavíkurflugvelli og voru þar til ársins 2006.

Samfélag og stjórnmál

Ísland er lýðveldi. Æðsti þjóðhöfðingi þess er forseti. Hann hefur lítil pólitísk völd, en er sameiningartákn þjóðarinnar. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands frá 1944 er þingbundin ríkisstjórn í landinu, byggð á lýðræðislegum kosningum og fjölflokkakerfi. Forsætisráðherra fer fyrir ríkisstjórninni í umboði forsetans og tilnefnir aðra ráðherra. Íslenska þjóðþingið kallast Alþingi. Þar sitja 63 þingmenn. Hægt er að rekja sögu Alþingis til 930, þó það hafi lagst af um árabil á fyrri hluta 19. aldar. Í landinu er gott velferðarkerfi með ókeypis grunnmenntun, góðri heilbrigðisþjónustu og góðu almannatryggingakerfi.

Lífskjör

19

3 / 169

HDI-lífskjör Ísland

Ísland er númer 3 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hagkerfi og viðskipti

Ísland er eitt af ríkustu löndum heims. Efnahagur landsins byggist á vinnslu sjávarafurða (um 40% útflutningstekna), stóriðju, einkum áliðnaði (um 40% útflutningstekna) og þjónustustarfsemi. Undir lok síðustu aldar hófu stjórnvöld markvísa einkavæðingu fjármálakerfisins. Fyrirtæki í ríkiseigu voru seld og bankar einkavæddir. Fjármálageirinn óx hratt og stærstu bankarnir sóttu á erlenda markaði. Hagvöxtur landsins óx gífurlega og varð velta bankanna 12 sinnum meiri en verg landsframleiðsla, þegar mest varð fyrir fjármálakreppuna, og erlend lán sömuleiðis margfalt meiri. Bankarnir tóku há erlend lán til að fjármagna eigin lánveitingar. Þegar fjármálakreppan skall á af fullum þunga í október 2008 urðu þrír stærstu bankarnir gjaldþrota nánast á sama tíma. Ríkið tók við rekstri þeirra í von um að koma á stöðugleika í efnahagslífinu. Mörg íslensk fyrirtæki hafa einnig orðið gjaldþrota, íslenska krónan hefur fallið gríðarlega í verði og atvinnuleysi aukist. Ísland er fyrst Norðurlanda til að fá lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum upp á 2,1 milljarða dollara. Ísland hefur einnig í fyrsta sinn sótt um aðild að Evrópusambandinu. Vegna mikils mannauðs og verðmætra náttúruauðlinda ríkir bjartsýni á að landið muni ná sér upp úr öldudalnum og ná fyrri styrk.

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Ísland fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Atvinna

Atvinnuleysi

Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.

6 10 10 10 10 10 10 10 10 10

0,4

af hverjum 10 sem geta unnið eru atvinnulausir Ísland

Atvinnuleysi

Fátækt

Verg landsframleiðsla (VLF) á mann

Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

18

69 081

VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Ísland

Tölfræði um VLF í PPP

Lífskjör

19

3 / 169

HDI-lífskjör Ísland

Ísland er númer 3 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hungur

Hlutfall íbúa sem eru vannærðir

Tölfræði - vannæring

Heilsa

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

10 10 10 10 10 10 10 10 10 10

10,0

af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Ísland

Tölfræði um drykkjarvatn

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

10 10 10 10 10 10 10 10 10 2

9,2

af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Ísland

Tölfræði um bólusetningar gegn mislingum

Jafnrétti

Kynjamismunun

Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.

0

0,043

GII-vísitala í Ísland

GII - vísitala um kynjamismunun

Loftslag

Vistfræðileg fótspor

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Ísland, þá þyrftum við jarðar.

Vistfræðileg fótspor

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar

10 10 10 9

3,95

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Ísland

Tölfræði um losun koltvísýrings á íbúa

Mannfjöldi

Íbúar

375 318

Fólksfjöldi Ísland

Fólksfjöldi

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

10 7

1,7

Fæðingartíðni Ísland

Fæðingartíðni

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3

3

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Ísland

Barnadauði

Menntun

Læsi og skrifleg færni

Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

Tölfræði um ólæsi

Kort af Ísland