Fáni
Helstu tölur og staðreyndir
Höfuðborg: | Róm |
Þjódernishópar: | Ítalir |
Tungumál: | Ítalska, þýska, franska, slóvenska |
Trúarbrögð: | Kaþólikkar 90%, aðrir 10% |
Sjtórnarform: | Lýðveldi |
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: | 51 865 PPP$ |
Landafræði
Ítalía teygir sig frá Mið-Evrópu langt suður í Miðjarðarhafið en eyjarnar Sardína og Sikiley eru syðstu hlutar landsins. Fjöll eru áberandi á Ítalíu: Alparnir eru í norðurhluta landsins en Appenínafjöll í suðri. Á milli fjallanna er hin frjósama Póslétta. Á Norður-Ítalíu er temprað loftslag, með kalda raka vetur og tiltölulega heit sumur. Á Suður-Ítalíu er heitara og þurrara allt árið, sérstaklega yfir vetrarmánuðina, en þá getur hitamismunur á milli norðurs og suðurs verið allt að 20 gráður. Loftmengun er mikið vandamál og mikil mengun er í mörgum stöðuvötnum og ám. Mengunin jókst töluvert eftir seinni heimsstyrjöldina, þegar Ítalía breyttist á stuttum tíma úr fátækasta landi Evrópu í leiðandi iðnríki.
Saga
Að fornu voru stór keisaradæmi á Ítalíu. Etrúrar voru valdamiklir á árunum 900–500 f.Kr. og Rómverjar frá árunum 350 f.Kr.–500 e.Kr. Eftir fall Rómaveldis var óstjórn í landinu og var það hernumið nokkrum sinnum. Á 14. öld blómstruðu borgir eins Flórens og Feneyjar og urðu þær mikilvægar miðstöðvar viðskipta og vísinda. Tilraunir til að sameina landið að nýju eftir Napóleonsstríðin í lok 18. aldar enduðu með byltingu árið 1848. Árið 1861 varð Ítalía sjálfstætt ríki. Mikil ólga og valdaátök hafa verið í ítölskum stjórnmálum á tuttugustu öld. Landið var virkur þátttakandi í báðum heimsstyrjöldunum sem bitnaði hart á íbúunum. Á eftirstríðsárunum varð Ítalía virkur þátttakandi í alþjóðastjórnmálum og hefur gegnt mikilvægu hlutverki innan Evrópusambandsins. Nokkrar hryðjuverkaárásir voru gerðar í landinu á áttunda áratugnum vegna stjórnmálaátaka á milli kommúnista og hægrisinna.
Vistfræðileg fótspor
2,5
Jarðarkúlur Ítalía
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Ítalía, þá þyrftum við 2,5 jarðar.
Vistfræðileg fótsporSamfélag og stjórnmál
Lýðræði var komið á á Ítalíu eftir seinni heimsstyrjöldina. Forsetinn hefur talsverð völd og útnefnir forsætisráðherra og ríkisstjórn. Stjórnmál á Ítalíu hafa í áraraðir stjórnast af spennuþrungnu sambandi á milli ríku svæðanna í norðri og fátæku svæðanna í suðri. Mismunurinn á milli héraðanna hefur leitt til pólitísks óstöðugleika og hefur verið skipt um ríkisstjórn næstum árlega frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Þrátt fyrir þetta hafa kristilegir demókratar haldið völdum öll þessi ár, með því að mynda ríkisstjórn með öðrum flokkum, bæði á hægri og vinstri vængnum. Undanfarin ár hafa flokkar af hægri vængnum eflst og oft verið í ríkisstjórn. Uppgangur hægrisinnaðra hefur tengst hræðslu við ítök erlendis frá og óánægju með þróun efnahagsmála. Ítalía er að berjast við vaxandi fjölda ólöglegra innflytjenda frá Norður-Afríku og Albaníu, og eru efnahagsbrot stórt vandamál. Landið hefur mátt þola sinn skerf af stórum hneykslismálum undanfarin ár.
Lífskjör
29 / 188
HDI-lífskjör Ítalía
Ítalía er númer 29 af 188 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHagkerfi og viðskipti
Ítalía er eitt af stærstu efnahagskerfum heims í dag og þar er þróaður og fjölbreyttur iðnaður. Landið er leiðandi í iðnhönnun, vélbúnaði og bílaframleiðslu og er jafnframt miðstöð tískunnar í hinum alþjóðlega tískuheimi. Landbúnaður hefur í æ meiri mæli mátt víkja fyrir vaxandi iðnaði sem þrefaldaðist á sjötta, sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Þrátt fyrir öra þróun efnahags hefur verið mikil verðbólga og hátt atvinnuleysi undanfarin ár vegna pólitísks óstöðugleika, lélegrar stjórnunar skattkerfisins og vegna þess að landið er háð innflutningi á hrávöru og orku. Ítalía flytur fyrst og fremst út til annarra Evrópulanda, en á einnig mikil viðskipti við lönd eins og Bandaríkin og Ástralíu.