Fáni

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg: Tókío
Þjóðernishópar: Japanir 98%, kóreubúar og kínverjar 1%, aðrir 1%
Tungumál: Japanska
Trúarbrögð: Shinto og búddismi 84%, aðrir/óskilgreint/ekkert 16%
Stjórnarform: Stjórnarskrárbundin konungsstjórn
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: 45 573 PPP$

Landafræði

Japan samanstendur af nokkur þúsund eyjum og eru flestar þeirra litlar og óbyggðar. Flestir íbúanna búa á fjórum stærstu eyjunum. Tveir þriðju hlutar af landsvæði Japans eru þaktir þykkum skógi og fjalllendi sem veldur því að aðeins mjög lítill hluti Japans er íbúahæfur og með ræktanlegt land.

Landið liggur á svæði sem er mjög virkt jarðskjálfta- og eldfjallasvæði og hefur að geyma einn tíunda af virkustu eldfjöllum heims. Landið verður fyrir áhrifum tíðra jarðskjálfta og smærri fljóðbylgja. Í Japan er temprað monsoon loftslag og er augljós munur á úrkomu og hitastigi á milli árstíða.

Það er mikill munur á hitastigi í landinu, nyrst eru kaldir og vindasamir vetrar en syðst er nánast suðrænt loftslag með jafnt hitastig allt árið. Hröð iðnvæðing hefur haft mikil áhrif á umhverfið í Japan, í stærstu borgunum eru loftgæðin helsta vandamálið. Einnig er mikið af fersku vatni mengað vegna útblásturs frá stóriðju.

Í mars 2011 upplifði Japan versta jarðskjálfta í sögu landsins, á eftir fylgdi svo harkalegur tsunami (skjálftaflóðbylgja) sem olli miklu tjóni meðfram norðaustur ströndinni.

Saga

Um 300 árum f.Kr byrjuðu fyrstu tilraunirnar til þess að mynda ríki á japönsku eyjunum, eftir að innflytjendur frá kínverska og kóreska meginlandinu höfðu hafið hrísgrjónaræktun og málmsmíði á eyjunum. Í kringum árið 600 stækkaði Heian ríkið áfram með Kyoto sem höfuðborg og með aðsetur keisarans.

Á 12. öld eða í kringum 1100 byrjuðu flokkar stríðsmanna að auka vald sitt og í kringum 1200 var keisarinn í raun aðeins táknræn mynd, en héruðunum var stjórnað af herforingjum. Eftir röð styrjalda var núverandi Japan sameinað í eitt ríki í kringum 1600. Næstu 250 árin var landið meira og minna lokað fyrir umheiminum undir stjórn Tokugawa.

Á fyrri hluta 19. aldar byrjaði Japan að eiga samskipti við önnur lönd á ný, eftir að amerísk herskip þvinguðu sér inn í hafnir til þess að stunda viðskipti. Með því að opna landið fyrir umheiminum var valdið aftur fært til keisarans, sem hafði frumkvæði af miklum umbótum og nútímavæðingu á öllum sviðum samfélagsins.

Á stuttum tíma varð Japan eitt af voldugustu löndum í A-Asíu. Í seinni heimsstyrjöldinni var Japan í tapliðinu og árið 1945 var kjarnorkusprengjum varpað á japönsku borgirnar Nagasaki og Hiroshima. Þetta er eina skiptið sem kjarnorkusprengjur hafa verið notaðar í bardaga. Eftir margra ára enduruppbyggingu er landið aftur orðið eitt af þeim mikilvægustu í A-Asíu.

Samfélag og stjórnmál

Í dag gegnir Japan lykilhlutverki í alþjóðlegum og svæðisbundnum stjórnmálum og gegnir mikilvægu hlutverki í tengslum við nálæg lönd eins og Kína og Norður-Kóreu. Landinu er enn stjórnað með stjórnarskrá sem er innblásin af vestrænum áhrifum og var skrifuð af sigurvegurum seinni heimsstyrjaldarinnar árið 1947. Keisari er formlegur þjóðhöfðingi ríkisins en hið raunverulega vald er í höndum forsætisráðherra sem myndar ríkisstjórn á grundvelli reglubundinna kosninga.

Eftir stríð hefur frjálslynd íhaldsstefna (Liberal Democratic Party, LDP) verið ríkjandi. Kosningarnar 2009 leiddu til breytinga í Japan og eftir næstum 50 ár í ríkisstjórn þurftu LDP að láta ríkisvaldið í hendur demókrataflokksins (Democratic Party of Japan, DPJ). Vorið 2011 upplifði landið miklar náttúruhamfarir þegar sterkur jarðskjálfti og flóðbylgja eyðilögðu stóran hluta af strandsvæði landsins. Þúsundir manna fórust og hálf milljón heimila eyðilögðust. Skemmdir urðu á kjarnorkuveri og urðu stór svæði óbyggileg og menguðust matvælabirgðir. Sjálfsvígshlutfall í Japan er meðal hæstu í heimi.

Hagkerfi og viðskipti

Japan er eitt af stærstu og mikilvægustu hagkerfunum í heiminum og er leiðandi á mörgum sviðum í rafeinda- og upplýsingatækni (Information technology). Landið endurreisti iðnaðargetu sína á mjög stuttum tíma eftir hörmungar seinni heimsstyrjaldarinnar og hefur vöxturinn verið gríðarlegur frá árinu 1960. Hámenntaðir íbúar, pólitískur stöðugleiki og iðnaðaruppbyggingin sem átti sér stað áður en stríðið skall á gerði þessa uppbyggingu mögulega á stuttum tíma.

Japan hefur ekki markaðshagkerfi í hefðbundnum skilningi, þar sem tengsl milli atvinnulífs og stjórnvalda er sérstaklega náin. Yfirvöld leggja fram reglugerðir og gera ráðstafanir í nánu sambandi við helstu fyrirtæki landsins til að tryggja stöðuga þróun. Landið varð illa úti í fjármálakreppunni í Asíu árið 1990, en reis aftur upp í kringum 2000. Í dag glímir landið við sívaxandi skuldir þjóðarbúsins. Færra fólk er á atvinnumarkaði og langlífi fólks krefst nýs lífeyrissjóðakerfis.