Fáni
Helstu tölur og staðreyndir
Helstu tölur og staðreyndir: | 3 437 PPP$ |
Landafræði
Landsvæði Jemen nær ekki einungis yfir meginlandið heldur einnig yfir 112 eyjur og hafa stjórnvöld auk þess krafist yfirráða yfir Kuria Muria-eyjunum í Aden-flóa. Landamæri Jemen við Sádi-Arabíu eru ekki enn staðfest, en landamærin við Óman voru staðfest árið 1995. Landslagið í Jemen er mótsagnakennt, í vestri eru frjósöm hálendi en í austri eru gullnar strendur og fjalllendi. Loftslagið er víðast hvar hlýtt og þurrt eyðimerkurloftslag, en á hálendinu er aðeins svalara. Áður fyrr var dýraríki Jemen ríkulegt, en nú eru flestar dýrategundir horfnar þaðan.
Vatnsskortur er eitt helsta vandamál Jemen. Allar ár í landinu eru uppþornaðar, en þær fyllast einungis af vatni þegar rignir. Ástandið er sérstaklega alvarlegt vegna þess að grunnvatnið hverfur á meðan fólkinu fer ört fjölgandi. Í kringum höfuðborgina Sana’a er ástandið sérstaklega slæmt, en þar hefur aukin vatnsnotkun aukið líkurnar á skyndilegum vatnsskorti og útreikningar sýna að borgin gæti verið orðin algjörlega vatnslaus árið 2025.
Saga
Lega landsins hefur ætíð gefið landinu mjög mikilvæga hernaðarlega þýðingu. Í klassískri fornöld var landið þekkt sem „Hamingjusama Arabía” vegna frjósemi, vel þróaðs landbúnaðar og viðskiptaauðs, en landið var þá eitt af þeim ríkustu í heimi. Á sjöundu öld tók Jemen upp íslamstrú og var í kjölfarið hertekið af mismunandi stórveldum í fleiri árhundruð. Frá 16. öld og fram á 20. öld var landið undir stjórn Tyrkjaveldis, en varð svo að bresku verndarsvæði. Á þessum tíma var landinu enn skipt í tvo hluta, Suður- og Norður-Jemen. Þróunin í þessum tveimur landshlutum var ólík, en ástandið í þeim báðum einkenndist af baráttu andstæðra félagslegra og pólitískra afla, bæði innan þeirra og á milli ríkjanna tveggja.
Allt frá því að Tyrkir yfirgáfu Jemen eftir fyrri heimsstyrjöldina árið 1918, hefur ástandið í landinu einkennst af pólitískum óstöðugleika, valdaránstillögum og vopnuðum átökum, bæði innan ríkjanna og á milli þeirra. Þrátt fyrir sterk andstæð öfl, voru bæði löndin viljug til að sameinast.
Vistfræðileg fótspor
0,3
jarðarkúlur Jemen
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Jemen, þá þyrftum við 0,3 jarðar.
Vistfræðileg fótsporSamfélag og stjórnmál
Stjórnmál í Jemen hafa lengi verið og eru enn mjög óstöðug. Miðstjórnin hefur lítið vald og fólkið heldur frekar tryggð við ættir og ættkvíslir. Mikið hefur verið um vopn í landinu, sem eykur enn hættuna á átökum.
Jemen, eins og við þekkjum það í dag, varð til í maí árið 1990, þegar Norður- og Suður-Jemen sameinuðust í eitt ríki. Frjálslynd stjórnarskrá var tekin í gildi eftir þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1991. Stjórnarkreppa leiddi til borgarastyrjaldar árið 1994, en þrátt fyrir að landið hafi verið sameinað á nýjan leik, eru uppreisnir og vopnuð átök algeng. Siðasta borgarastyrjöldin átti sér stað árið 2009. Alþjóðasamfélagið hefur áhyggjur af því að mörg hryðjuverkasamtök haldi til í landinu, en margar hryðjuverkaárásir hafa átt sér stað þar.
Jemen er feðraveldi þar sem konur hafa lægri stöðu en karlar. Fjölkvæni er löglegt og árið 1999 var giftingaraldur kvenna lækkaður úr fimmtán árum niður í byrjun kynþroskaskeiðsins. Þrátt fyrir þetta er Jemen eitt af fáum ríkjum á Arabíuskaganum þar sem konur hafa kosningarétt.
Lífskjör
163 / 169
HDI-lífskjör Jemen
Jemen er númer 163 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHagkerfi og viðskipti
Jemen á við mikil vandamál að stríða hvað varðar innviði ríkisins. Tekjur landsins af olíu fara minnkandi, fólksfjölgun er mikil, grunnvatn lækkar hratt og mikið er um fátækt og atvinnuleysi. Um það bil helmingur landsmanna lifir á því sem samsvarar 250 krónum á dag og á milli 30% - 50% landsmanna eru atvinnulausir.
Þrír fjórðu af heildartekjum ríkisins er gróði af olíuiðnaðinum. Talið er að olíulindir landsins gangi til þurrðar fljótlega, en gas hefur fundist í landinu og binda stjórnvöld vonir við að gasútflutningur aukist. Þrátt fyrir það er Jemen enn fyrst og fremst landbúnaðarland. Þrátt fyrir að aðeins um 6% landsins séu talin ræktanleg starfar um helmingur vinnandi fólks í Jemen við landbúnað. Í stórum hluta landsins er landbúnaðurinn rekinn með litlum hagnaði, en ræktun khat-jurtarinnar gefur mest af sér fyrir fólkið á landsbyggðinni. Sú ræktun er þó talin hafa neikvæð áhrif á þróun landsins. Gróðinn af ræktun og sölu á khat er um það bil fjórðungur af vergri þjóðarframleiðslu, en ræktunin tekur þó mikið af jörð og vatni, sem annars væri hægt að nota til ræktunar á matvælum. Jemen er í 133 sæti af 169 á þróunarlista Sameinuðu þjóðanna (Þróunarskýrsla Sameinuðu þjóðanna 2010).
Tölfræði
Á þessari síðu er gildi fyrir landið Jemen fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir
Atvinna
Atvinnuleysi
Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.
1,4
af hverjum 10 sem geta unnið eru atvinnulausir Jemen
Fátækt
Verg landsframleiðsla (VLF) á mann
Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti
3 437
VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Jemen
Lífskjör
163 / 169
HDI-lífskjör Jemen
Jemen er númer 163 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHungur
Hlutfall íbúa sem eru vannærðir
4,5
Hlutfall vannærðra íbúa Jemen
Heilsa
Drykkjarvatn
Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni
Gögn vantar
Bóluefni
Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum
7,1
af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Jemen
Jafnrétti
Kynjamismunun
Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.
0,820
GII-vísitala í Jemen
Loftslag
Vistfræðileg fótspor
0,3
jarðarkúlur Jemen
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Jemen, þá þyrftum við 0,3 jarðar.
Vistfræðileg fótsporCO2-losun
Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar
0,31
fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Jemen
Mannfjöldi
Íbúar
Fólksfjöldi Jemen
Fæðingartíðni
Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast
3,6
Fæðingartíðni Jemen
Barnadauði
Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn
62
af hverjum 1000 börnum sem fæðast Jemen
Menntun
Læsi og skrifleg færni
Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi
5,4
af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Jemen