Fáni
Helstu tölur og staðreyndir
Höfuðborg: | Astana |
Þjópernishópar: | Qazaqer 53.4%, Rússar 30%, Úkraínumenn 3.7%, Úsbekar 2.5%, Þjóðverjar 2.4%, Tatararr 1.7%, Uighurar 1.4%, aðrir/óskilgreint 4.9% (1999) |
Tungumál: | Qazaq, rússneska (2001) |
Trúarbrögð: | Múslímar 47%, Rússneska rétttrúnaðar kirkjan 44%, mótmælendur 2%, aðrir/óskilgreint/trúleysingjar 7% |
Stjórnarform: | Lýðveldi |
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: | 30 810 PPP$ |
Landafræði
Kasakstan er á stærð við alla Vestur-Evrópu og hefur ekki aðgang að sjó. Stærstur hluti landsins er þurr, sendin gresja. Í austri eru Altajfjöll. Í Kasakstan er meginlandsloftslag með köldum vetrum og heitum sumrum. Þegar landið var hluti af Sovétríkjunum notuðu sovésk stjórnvöld svæðið til kjarnorkuvopnatilrauna, ásamt því að fleygja þar eitruðum úrgangi, sem hefur leitt til gífurlegra umhverfis- og heilsufarsvandamála fyrir íbúa landsins. Eiturefni, hættuleg umhverfinu, liggja eftir á þurrum svæðum og dreifast síðan með vindi. Ákveðin svæði eru geislavirk, auk þess sem margar ár eru mjög mengaðar. Við Aralvatn er talið að hafi orðið eitt versta umhverfisslys heims. Vatnsveita til iðnaðar og landbúnaðar, úr ám sem falla í Aralvatn, hefur leitt til þess að vatnið hefur minnkað um 70 prósent.
Saga
Frá því á steinöld hafa ólíkir hirðingjaættbálkar haldið til í Kasakstan. Á 15. öld áttu þeir sameiginlegt tungumál, menningu og efnahag. Sagnfræðingar halda því fram að Kasakstanar hafi sennilega verið þeir fyrstu til að temja hesta. Yfirvofandi hætta á mongólskri innrás í byrjun 18. aldar varð til þess að ættbálkarnir leituðu verndar rússneska keisarans. Kasakstanar litu á sambandið sem tímabundið, en Rússar litu á Kasakstan sem nýtt rússneskt landssvæði. Árið 1920 varð Kasakstan rússneskt lýðveldi og árið 1936 sovéskt lýðveldi. Kommúnistastjórn var komið á og þvinguð innleiðing samyrkjubúskapar leiddi til hungursneyðar. Sovétríkin hófu verkefnið „Virginal earth project“ á sjötta og sjöunda áratugnum. Markmiðið var að rækta upp meirihluta beitilandanna í norðri og voru Rússar hvattir til að flytja til Kasakstan til að yrkja jörðina. Það leiddi til þess að margir upprunalegu ættbálkana misstu tilverugrundvöll sinn, ásamt því að Rússar urðu meirihluti íbúa Kasakstans. Þegar Kasakstan fékk sjálfstæði árið 1991 fluttist stór hluti rússnesku íbúanna til baka til Rússlands.
Vistfræðileg fótspor
3,0
jarðarkúlur Kasakstan
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Kasakstan, þá þyrftum við 3,0 jarðar.
Vistfræðileg fótsporSamfélag og stjórnmál
Í dag er Kasakstan formlega lýðveldi. Forsetinn, Nazarbayev, ásamt kommúnistaflokki sínum, hefur setið við völd frá sjálfstæði árið 1991. Forsetinn er æðsti yfirmaður öryggis- og hermála og getur einnig beitt neitunarvaldi á löggjöf þingsins. Árið 2000 jók hann við vald sitt og gerði sjálfan sig að forseta Kasakstans fyrir lífstíð. Að móðga forsetann er álitið glæpsamlegt athæfi og lítil virðing er borin fyrir tjáningarfrelsi og mannréttindum. Í kosningum árið 2005 var Nazarbayev endurkjörinn til sjö ára með 90 prósent atkvæða. Þingmenn eru kjörnir fjórða hvert ár. Í ágúst 2007 vann flokkur forsetans sigur með 88 prósent atkvæða. Stjórnarandstaðan í landinu, ásamt alþjóðlegum kosningaeftirlitsmönnum, hélt því fram að í báðum kosningunum hafi verið svindlað og að hvorug þeirra uppfylli alþjóðastaðla um kosningar. Nazarbayev hefur tekið upp náið stjórnmálasamband við dóttur sína. Hún er meðal annars fulltrúi fyrir sinn eigin flokk á þingi, ásamt því að eiga stóra hluta af sjónvarps- og útvarpsstöðvum landsins.
Lífskjör
Gögn vantar
Kasakstan er númer af löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHagkerfi og viðskipti
Stjórnvöld hafa frá því að landið fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum opnað hagkerfi þess smám saman fyrir erlendum fjárfestingum. Hraður hagvöxtur byggist á miklum olíu- og gasbirgðum sem fundist hafa í Kaspíahafi. Kasakstanar hafa endurgreitt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum skuldir sínar, sjö árum fyrir gjalddaga. Lagning olíuleiðsla hefur gert útflutning olíunnar einfaldari og árið 2005 var opnað fyrir olíuleiðslu á milli Kína og Kasakstan. Einnig er að finna í landinu mikið af járngrýti, ásamt heimsins stærstu krómnámu. Þrátt fyrir þetta er mikil fátækt og atvinnuleysi í Kasakstan, vegna þess að einungis lítill hópur hefur efnast á einkavæðingu og hagvexti. Stór hluti íbúanna hefur lifibrauð sitt af landbúnaði; ala kindur, svín og kýr, auk þess að rækta korn og bómull.
Tölfræði
Á þessari síðu er gildi fyrir landið Kasakstan fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir
Atvinna
Atvinnuleysi
Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.
0,5
af hverjum 10 sem geta unnið eru atvinnulausir Kasakstan
Fátækt
Verg landsframleiðsla (VLF) á mann
Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti
30 810
VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Kasakstan
Lífskjör
Gögn vantar
Kasakstan er númer af löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHungur
Hlutfall íbúa sem eru vannærðir
Gögn vantar
Heilsa
Drykkjarvatn
Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni
8,9
af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Kasakstan
Bóluefni
Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum
9,7
af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Kasakstan
Jafnrétti
Kynjamismunun
Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.
0,161
GII-vísitala í Kasakstan
Loftslag
Vistfræðileg fótspor
3,0
jarðarkúlur Kasakstan
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Kasakstan, þá þyrftum við 3,0 jarðar.
Vistfræðileg fótsporCO2-losun
Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar
11,30
fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Kasakstan
Mannfjöldi
Íbúar
Fólksfjöldi Kasakstan
Fæðingartíðni
Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast
3,0
Fæðingartíðni Kasakstan
Barnadauði
Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn
10
af hverjum 1000 börnum sem fæðast Kasakstan
Menntun
Læsi og skrifleg færni
Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi
10,0
af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Kasakstan