Fáni
Helstu tölur og staðreyndir
Höfuðborg: | Naíróbí |
Þjóðernishópar: | Kikuyu, luhya, luo, kalenjin, kamba, kisii, meru |
Tungumál: | Enska, Svahíli, annað |
Trúarbrögð: | Mótmælendur 45%, kaþólikkar 33%, múslímar 10%, hefðbundin trúarbrögð 10%, aðrir/trúleysingjar/óskilgreint 2% |
Stjórnarform: | Lýðveldi |
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: | 5 764 PPP$ |
Landafræði
Landslag í Kenía er mjög fjölbreytt. Landinu er skipt í tvennt af hinum gríðarstóra Austur-Afríku sigdal sem teygir sig suður eftir austurhluta Afríku. Eldvirkni í keníska hluta dalsins hætti fyrir þúsundum ára en náði að mynda stór stöðuvötn eins og Viktoríuvatn og háa fjallstinda eins og Keníafjall. Fyrir norðaustan sigdalinn er þurrt og kaldranalegt landslag. Frá láglendri strandlengjunni í austri rís landslagið í átt að frjósömu hálendi í miðju landinu þar sem stærstur hluti íbúanna býr. Fyrir sunnan hálendið eru miklar sléttur. Þar eru þekktir þjóðgarðar eins og Masai Mara og Tsavo. Loftslagið er breytilegt eftir hæð yfir sjávarmáli. Við strandlengjuna er hitabeltisloftslag með háu hitastigi allt árið um kring. Á hálendinu er loftslagið tempraðra með skýrum skilum á milli árstíða. Úrkoma er misjöfn eftir landsvæðum og getur verið breytileg frá ári til árs. Gæði vatns í Kenía eru mjög slæm og ekkert vatn er að finna á stórum hluta landsbyggðarinnar. Ólöglegt skógarhögg í hitabeltisskógi í vestanverðu landinu hefur leitt til jarðvegseyðingar, sem hefur lagt stór svæði í eyði.
Saga
Kaupmenn frá Arabíuskaganum settust að með fram strönd Kenía á áttundu öld. Á þeim tíma voru engin stór konungdæmi í landinu og stærstur hluti íbúanna bjó í litlum þorpum og lifði af veiðum og landbúnaði. Arabarnir voru á þessum slóðum þangað til Portúgalar komu til landsins á 16. öld og gerðu innrás í borgir við ströndina. Innlandið var látið ósnert á meðan strandborgirnar urðu mikilvæg miðstöð þrælaverslunar. Á 19. öld lögðu Englendingar undir sig ströndina auk þess sem þeir hófu að færa sig lengra inn í landið, þar sem þeir komu upp viðskiptamiðstöðvum og plantekrum. Kenía var bresk nýlenda á árunum 1820 til 1963 og voru íbúar landsins mjög kúgaðir á þeim tíma. Einungis hvítir máttu eiga land og grundvallarmannréttindi svartra voru ekki virt. Á fimmta áratug síðustu aldar voru stofnaðar frelsishreyfingar sem börðust fyrir réttlæti. Árið 1952 hófust uppreisnir og var stjórnmálaringulreið í landinu til loka sjötta áratugarins. Kenía fékk sjálfstæði árið 1963 og fyrstu 15 árin var sósíalíski frelsisleiðtoginn Jomo Kenyatta við völd. Á árunum frá 1978 til 2002 var Daniel arap Moi forseti landsins og gerði það að spilltu einsflokksríki.
Vistfræðileg fótspor
0,6
jarðarkúlur Kenía
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Kenía, þá þyrftum við 0,6 jarðar.
Vistfræðileg fótsporSamfélag og stjórnmál
Í Kenía er lýðræðislegt stjórnarform þar sem forsetinn leiðir ríkisstjórnina og er þjóðhöfðingi landsins. Landið var á tímabili á níunda áratugnum einsflokksríki undir stjórn Daniel arap Moi, en í dag eru þar fjölmargir stjórnmálaflokkar. Lítill hugmyndafræðilegur munur er á milli flokkanna og stjórnast kosningar af persónulegum eiginleikum stjórnmálamannanna og menningarlegum uppruna. Í Kenía eru meira en 50 ólíkir ættbálkar og hefur sambandið á milli þessara hópa allt frá sjálfstæði leitt til átaka og ágreinings, sérstaklega í tengslum við kosningar fimmta hvert ár. Mikil fátækt er í landinu auk mikillar verðbólgu. Helstu samgönguæðar eru í niðurníðslu. Eftir að svonefnt Regnbogabandalag komst til valda árið 2002 hafa orðið þónokkrar breytingar til hins betra. Almennt hefur dregið úr spillingu og er skólaganga nú ókeypis og aðgengileg fyrir flesta. Ríkisstjórnin hefur tekið mikilvæg skref í átt að bættum réttindum kvenna og eru strangar allsherjarúrbætur í þann mund að snúa við neikvæðri efnahagsþróun. Frá kosningunum árið 2007 hefur verið mikill pólitískur óstöðugleiki í landinu og eru þúsundir manna á flótta í eigin landi.
Lífskjör
128 / 169
HDI-lífskjör Kenía
Kenía er númer 128 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHagkerfi og viðskipti
Kenía er landbúnaðarland með stórum svæðum sem henta vel til margs konar ræktunar. Meira en 60 prósent íbúa landsins vinnur við landbúnað. Meðal mikilvægustu útflutningsvara eru kaffi og te. Kenía treystir á landbúnað, sem gerir landið berskjaldað vegna óstöðugrar úrkomu og sveifla á verði landbúnaðarvara á alþjóðamarkaði. Stór hluti íbúa landsins lifir undir fátæktarmörkum á meðan stjórnmálaelítan fær laun sem eru sambærileg miðstéttarlaunum á Vesturlöndum. Kenía er fátækt land og er háð alþjóðlegri þróunaraðstoð. Í byrjun tíunda áratugarins var efnahagskreppa í landinu vegna lélegs stjórnarfars. Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komu þá til skjalanna með stór lán og efnahagsáætlanir. Stofnanirnar hættu um stund aðstoðinni þegar Kenía stóð ekki við þær skuldbindingar sem fylgdu lánunum. Frá árinu 2002 hefur efnahagur landsins smám saman vænkast eftir langt tímabil niðursveiflu. Spilling og skortur á nútímavæðingu í iðnaði er þó enn hindrun fyrir frekari efnahagsvöxt landsins.
Tölfræði
Á þessari síðu er gildi fyrir landið Kenía fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir
Atvinna
Atvinnuleysi
Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.
0,6
af hverjum 10 sem geta unnið eru atvinnulausir Kenía
Fátækt
Verg landsframleiðsla (VLF) á mann
Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti
5 764
VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Kenía
Lífskjör
128 / 169
HDI-lífskjör Kenía
Kenía er númer 128 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHungur
Hlutfall íbúa sem eru vannærðir
2,5
Hlutfall vannærðra íbúa Kenía
Heilsa
Drykkjarvatn
Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni
Gögn vantar
Bóluefni
Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum
8,9
af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Kenía
Jafnrétti
Kynjamismunun
Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.
0,506
GII-vísitala í Kenía
Loftslag
Vistfræðileg fótspor
0,6
jarðarkúlur Kenía
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Kenía, þá þyrftum við 0,6 jarðar.
Vistfræðileg fótsporCO2-losun
Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar
0,37
fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Kenía
Mannfjöldi
Íbúar
Fólksfjöldi Kenía
Fæðingartíðni
Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast
3,2
Fæðingartíðni Kenía
Barnadauði
Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn
37
af hverjum 1000 börnum sem fæðast Kenía
Menntun
Læsi og skrifleg færni
Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi
8,3
af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Kenía