Fáni
Helstu tölur og staðreyndir
Höfuðborg: | Peking |
Þjóðernishópar: | Han-kínverjar 91.9%, zhuang, uighur, hui, yi, tíbetaer, miao, mansju, mongólar, buyi, kóreubúar og aðrir 8.1% |
Tungumál: | Mandarín, kantonesíska, wu, minbei, minnan, xiang, gan, hakkadialekter og aðrar minni mállýskur |
Trúarbrögð: | Opinbert trúleysi, en margir eru kristnir, taóistar og búddistar |
Stjórnarform: | Kommúnísk stjórn |
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: | 21 476 PPP$ |
Landafræði
Stærð Kína skapar mikla fjölbreytni í veðurfari og náttúru landsins. Í vestasta hluta landsins eru há fjöll og þurr svæði, en í austri frjósamar sléttur. Monsúnvindarnir hafa mikil áhrif á loftslagið. Á veturna er háþrýstisvæði yfir meginlandinu og kalt, en á sumrin blása heitir hitabeltisvindar langt norður í landið. Gífurleg loftmengun og skortur á hreinu vatni er í landinu vegna olíuvinnslu, kolaframleiðslu og annars konar iðnaðar. Margar kínverskar borgir eru meðal óhreinustu borga heims. Árið 1949 tapaði Kína um fimmtungi af ræktarlandi sínu vegna eyðingar skóga og jarðvegseyðingar. Í Kína er verið að byggja stærstu stíflu í heimi, Þriggja gljúfra stífluna. Bygging stíflunnar er umdeild, meðal annars vegna þess að 1,2 milljónir manna hafa verið neyddar til að yfirgefa heimili sín með valdi og sökum þess að fiskum í ánni hefur fækkað.
Saga
Í árhundruð var Kína eitt af þróuðustu siðmenningarríkjum heims. Merkar uppfinningar, líkt og áttavitinn, byssupúðrið, pappírinn og prentlistin, komu frá Kína. Landið var undir stjórn fjölda ættarvelda, auk þess sem það laut lengi mongólskri stjórn. Árið 1912 var hið kínverska lýðveldi stofnað, á sama tíma og síðasta keisaraættarveldi Kína leið undir lok. Þjóðarflokkurinn „Guomindang” og kommúnistaflokkurinn börðust um völdin í mörg ár, en hvorugur þeirra náði yfirráðum í landinu. Árið 1937 braust út stríð á milli Kína og Japan og var þá ósamkomulagið á milli flokkanna tveggja lagt til hliðar um sinn. Þegar Kína sigraði í stríðinu árið 1945 braust út borgarastríð sem kostaði 12 milljónir manna lífið. Kommúnistar með Mao Zedong í broddi fylkingar unnu það og stofnuðu Alþýðulýðveldið Kína árið 1949. Stuðningsmenn þjóðarflokksins drógu sig í hlé og settust að á eynni Taívan, þar sem þeir stofnuðu Lýðveldið Kína. Mao stýrði með járnhendi og hóf meðal annars byltingu öreiganna árið 1966. Markmiðið var, samkvæmt kenningum hans, að útrýma gömlum siðum og venjum í kínversku samfélagi og innleiða í staðinn kommúníska hugmyndafræði. Dauði Maos árið 1976 leiddi til uppgjörs á milli róttækra kommúnískra afla.
Vistfræðileg fótspor
2,2
Jarðarkúlur Kína
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Kína, þá þyrftum við 2,2 jarðar.
Vistfræðileg fótsporSamfélag og stjórnmál
Kína er einsflokksríki þar sem kommúnistaflokkurinn er eini löglegi flokkurinn. Stúdentar efndu til kröfugöngu árið 1989, á Torgi hins himneska friðar, og kröfðust friðar og lýðræðis, en mættu þá hernum á brynvörðum bílum og féllu mörg þúsund manns. Virðing fyrir mannréttindum er lítil og þaggað var niður í stjórnarandstöðu landsins. Litið er á spillingu sem stórt vandamál og árlega er hundruðum manna refsað með dauðadómi fyrir efnahagsbrot. Stjórnvöld halda enn úti strangri íbúastefnu og einungis er leyfilegt að eignast eitt barn á fjölskyldu. Kínversk stjórnvöld eru sterklega gagnrýnd af Vesturlöndum fyrir að hertaka Tíbet og þá kröfu að Taívan verði eitt af héruðum Kína.
Lífskjör
77 / 188
HDI-lífskjör Kína
Kína er númer 77 af 188 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHagkerfi og viðskipti
Stjórn efnahagsmála í Kína er smátt og smátt orðin frjálslyndari eftir dauða Maos. Stjórnvöld hafa meðal annars opnað fyrir erlendar fjárfestingar og yfir 500.000 erlend fyrirtæki hafa verið stofnuð í landinu. Efnahagur Kína vex einna hraðast í heimi og hefur verg landsframleiðsla aukist töluvert frá því á níunda áratugnum. Kína varð meðlimur í Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) árið 2001. Í dag er atvinnuleysi á landsbyggðinni mikið sem hefur í för með sér að fólk flykkist til bæjanna. Um það bil þrír fjórðu hlutar íbúa Kína hafa enn lifibrauð sitt af landbúnaði. Kína er ríkt af náttúruauðlindum eins og til dæmis kolum, olíu og járnmálmi. Aðalútflutningsvörurnar eru vefnaðarvörur, rafmagnsvörur, olía og olíuvörur, efnavörur, léttar iðnaðarvörur og vopn. Undanfarin ár hefur þjónustustarfsemi einnig vaxið hratt.