Fáni

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg: Zagreb
Þjóðernishópar: Króatar 90%, serbar 5%, aðrir 5%
Tungumál: Króatíska (opinbert), serbíska
Trúarbrögð: Kaþólikkar 88%, aðrir kristnir 5%, múslimar 1%
Stjórnarform: Lýðveldi
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: 40 380 PPP$

Landafræði

Suðvesturhluti landsins tilheyrir Dinaric Ölpunum og eru fjöllin á nokkrum stöðum 1500-1900 metrar á hæð. Efnahagslega mikilvægt svæði er flatt og frjósamt í Norðaustur Króatíu við Slóveníu og liggur afrennsli í gegnum Sava og Drava til Danube. Fyrir utan langa ströndina eru margar eyjar. Gróðurfar í innra láglendi landsins samanstendur af grænum laufskógum, í fjöllunum eru beyki-, þin-, furu- og greniskógar. Fjöllin við ströndina hafa gróskumikinn og tegundaríkan gróður á vissum svæðum. Í láglendinu meðfram ströndinni og á eyjunum hefur mikið af upprunalegu gróðurfari verið fjarlægt.

Tegundir spendýra eru 76 talsins, þar á meðal villisvín, dádýr, gullsjakal, refir og margir merðir. Birnir og úlfar eru á afskekktum svæðum. 370 fuglategundir hafa verið skráðar og eru margar tegundir ránfugla, ernir, gammar og fálkar.

Umhverfisvandamál Króatíu er barátta við loftmengun, einkum frá málmverksmiðjum sem valda súru regni og skemmir skóga. Einnig er umtalsverð mengun meðfram ströndinni, bæði iðnaðar- og heimilisúrgangur.

Saga

Fólk hefur búið á svæðinu síðan 1200 f.Kr. og bæði Grikkir og Rómverjar höfðu seinna nýlendur meðfram ströndinni. Króatíski prinsinn Trpimir stofnaði árið 845 fyrsta króatíska ríkið. Króatía var undir stjórn Austurríkismanna og Ungverja 1102-1918 en hélt samt einkennum sínum. Árið 1918 losnuðu Króatar undan stjórn Austurríki-Ungverjalands og sama ár var „Konungsríki Serba, Króata og Slóvena“ stofnað. Hins vegar voru margir Króatar ósáttir við nýju ríkisstjórnina, þar sem Serbar voru ríkjandi. Eftir að Þýskaland og Ítalía lögðu Júgóslavíu undir sig árið 1941 var „Sjálfstætt Ríki Króata“ stofnað, sem var í raun leppríki nasista. Grimmilegar þjóðernishreinsanir á serbneskum íbúum fóru fram á næstu árum og voru yfir 300.000 Serbar drepnir í króatíska fasista ríkinu.

Eftir seinni heimstyrjöldina, árið 1945, varð Króatía eitt af sex lýðveldum Júgóslavíu sem voru undir kommúnistastjórn einræðisherrans Tito. Upp úr 1970 var mikil stjórnarandstaða gagnvart Tito og krafa um sjálfstæði varð háværari en hreyfinging var leyst upp og þurfti að lúta lægra haldi. Kommúnistar voru við völd til 1990. Króatía lýsti yfir sjálfstæði sínu árið 1991, sem leiddi til borgarastyrjaldar.

Samfélag og stjórnmál

Slæm samskipti við serbneska hópa í Króatíu urðu til þess að borgarastyrjöld braust út í Króatíu gegn júgóslavneska hernum, sem studdu Serba. Þúsundir manna voru drepnir í bardögum og 250.000 þúsund manns voru á flótta. Árið 1992 sendu SÞ friðargæslu á svæði sem liggja innan Króatíu og voru þá undir stjórn Serba. Seinna sama ár viðurkenndi Júgóslavía landamæri Króatíu áður en borgarstyrjöldin braust út með því skilyrði að svæði Serba yrðu tryggð. Þrátt fyrir friðarsamninga réðst króatíski herinn á serbísku svæðin bæði 1993 og 1995 og hundruð þúsunda Serba urðu að flýja heimili sín. Eftir endanlegan friðarsamning árið 1995 fékk Króatía yfirráð yfir öllum svæðum sem sett voru fram í sjálfstæðisyfirlýsingunni.

Stjórnmálin hafa síðan þá einkennst af yfirvaldi og þjóðernishyggju. Fjölmiðlum er stjórnað af ríkinu, gróf mannréttindabrot eiga sér stað og spilling virðist hömlulaus. Í kosningunum 2010 var Josipovic kjörinn forseti með loforðum um að skapa nútímalegri og evrópska Króatíu. Landið gerðist aðili í NATO árið 2009 og ESB árið 2013.

Hagkerfi og viðskipti

Á 7. og 8.áratugnum varð mikil þróun í iðnaði. Fyrir upplausn Júgóslavíu var Króatía ríkast og með sterkasta iðnvædda hluta Júgóslavíu.

Efnahagur Króatíu veiktist mjög vegna stríðsins, sérstaklega ferðamannaiðnaðurinn. Frá árinu 2000 hefur efnahagur landsins gengið vel, að hluta til vegna aukins vaxtar í ferðaþjónustu.

Um það bil 36% af Króatíu eru þaktir skógi og er skógrækt mikilvæg iðnaðargrein. Króatísk eik, sem notuð er til framleiðslu á húsgögnum, er eftirsótt á heimsmarkaði.

Króatía er einnig ríkt af steinefna auðlindum, þ.m.t. kol, jarðolía og náttúrulegt gas. Þar eru stór kolanámusvæði. Í fyrrum Júgóslavíu voru Króatía og Slóvenía mest þróuðustu ríkin. Af öllu vinnuafli landsins er einn af þremur sem starfar við iðnaðargreinar. Iðnaðarstarfsemi Króatíu felur í sér skipasmíði, áliðnað, járn- og stáliðnað, kemísk efni, textíl iðnað og ekki má gleyma yfirgripsmiklum iðnaði í véla- og raftækni.

Króatía er í 47.sæti af 187 löndum á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna í Þróunarskýrslu SÞ 2014. Sjá nánar hér: http://hdr.undp.org/en