Fáni
Helstu tölur og staðreyndir
Höfuðborg: | Monrovia |
Þjóðernishópar: | Afrískir ættbálkar 95%, amerískir-líberíumenn 2,5% og 2,5% íbúa eiga rætur sínar að rekja til Kongó |
Túngumál: | Enska (opinbert), um það bil 20 afrísk ættbálkamál |
Trúarbrögð: | Kristnir 40%, múslimar 20%, aðrir / trúleysingjar / óskilgreint 40% |
Stjórnarform: | Lýðveldi |
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: | 1 725 PPP$ |
Landafræði
Líbería er langt og lítið land. Ströndin er sendin og þar eru fen og lón. Inni í landinu eru skógi vaxnar sléttur en í norðurhlutanum fjalllendi. Fjöldi áa rennur niður frá fjöllunum og út í Atlantshafið. Loftslagið er hitabeltisloftslag, með miklum loftraka og hitastigi á milli 20 og 35 gráðum allt árið. Regntímabilið stendur frá apríl til nóvember, en frá janúar til mars blása þurrir vindar frá Sahara-eyðimörkinni. Stjórnleysi í timburiðnaðinum hefur leitt til umfangsmikillar skógareyðingar og hefur skógurinn víða breyst í sléttur með lélegum jarðvegi. Landið hefur lítinn aðgang að ferskvatni og hafa einungis 13 prósent íbúa á landsbyggðinni aðgang að hreinu vatni. Eftir margra ára borgarastríð er þar að auki skortur á viðhaldi á fráveitukerfum sem hefur leitt til mikilla heilsufarsvandamála hjá íbúunum.
Saga
Þegar Portúgalar komu til Líberíu árið 1461 bjuggu þar aðallega litlir ættbálkar sem lifðu á landbúnaði. Evrópubúarnir og ættbálkarnir hófu umfangsmikil þrælaviðskipti sín á milli. Árið 1821 komu þrælar sem höfðu fengið frelsi í Bandaríkjunum sér fyrir þar sem í dag er höfuðborgin Monróvía. Á um það bil 20 ára tímabili komu meira en 13 þúsund frjálsir þrælar frá Bandaríkjunum til Líberíu. Árið 1847 varð landið sjálfstætt lýðveldi og var stjórnað af þessum bandarísk-líberíska forréttindahópi. Landið hefur allar götur síðan verið félagslega klofið. Þrælarnir fyrrverandi, sem mynduðu forréttindahópinn, voru kristinnar trúar, þeir lifðu í bandarískum nýlendustíl og áttu lítið sameiginlegt með ættbálkafólkinu. Frumbyggjum landsins var mismunað og þeir höfðu ekki kosningarétt. Það var ekki fyrr en árið 1930 sem stjórnvöld voru ásökuð um þrældóm. Árið 1944 varð William Tubman forseti og stjórnaði landinu fram að dauða sínum árið 1971. Tubman barðist fyrir jöfnum réttindum íbúanna og náði fram umfangsmiklum umbótum. Eftir dauða hans tóku við erfiðir tímar fyrir íbúa Líberíu sem enduðu með valdaráni árið 1980 og borgarastyrjöld sem varði frá 1990 til 1996.
Vistfræðileg fótspor
0,7
Jarðarkúlur Líbería
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Líbería, þá þyrftum við 0,7 jarðar.
Vistfræðileg fótsporSamfélag og stjórnmál
Líbería hefur alltaf haft sterk tengsl við Bandaríkin og er stjórnkerfi landsins byggt upp að fyrirmynd bandaríska kerfisins. Þingið er tvískipt og er landinu stjórnað af forsetanum sem er kosinn til sex ára í senn. Í landinu eru margir ólíkir þjóðfélagshópar og hefur einkum verið spenna á milli bandarískra Líberíumanna og minni ættbálka. Undanfarin 35 ár hefur landið gengið í gegnum átta valdarán og fjölda borgarastyrjalda. Meira en 250 þúsund manns hafa misst lífið og er skortur á vatni og rafmagni í borgunum. Mjög mikill skortur er á læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki, á sama tíma og alnæmisfaraldurinn breiðir úr sér. Fjölda þorpa er stjórnað af uppreisnarhópum og klíkum og höfuðborgin Monróvía er í rúst. Síðasta borgarastríði lauk árið 2003, þegar forsetinn Charles Taylor var sendur í útlegð. Árið 2005 eignaðist Afríka fyrsta kvenkyns leiðtoga ríkis, þegar Ellen Johnson-Sirleaf var kjörinn forseti í Líberíu. Johnson-Sirleaf hóf að byggja landið upp frá grunni. Stærsta áskorunin er að berjast gegn spillingunni í landinu, tryggja aðgang að rafmagni og hreinu vatni og afvopna hina fjölmörgu uppreisnarhópa.
Lífskjör
175 / 188
HDI-lífskjör Líbería
Líbería er númer 175 af 188 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHagkerfi og viðskipti
Stærstur hluti efnahags Líberíu byggist á landbúnaði. Landið er ríkt af náttúruauðlindum og hefur í langan tíma verið meðal stærstu gúmmíframleiðenda í heimi. Aðrar mikilvægar auðlindir eru pálmaolía, timbur og jarðefni. Undir stjórn Charles Taylor, undir lok síðustu aldar, snerist efnahagur Líberíu um stríðsátök. Markmiðið með allri efnahagsstarfsemi var að afla tekna til kaupa á vopnum til að nota í borgarastyrjöldunum. Miklu magni demanta og annarra verðmætra jarðefna var smyglað úr landi. Við lok stríðsins var efnahagur landsins hruninn og mikil spilling var á öllum stigum samfélagsins. Líbería glímir við gríðarlega háar erlendar skuldir. Alþjóðabankinn hætti stuðningi við landið árið 1989 og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur neitað að veita fleiri lán. Þrátt fyrir að gífurleg verðbólga sé nú á niðurleið eru enn um 85% íbúa landsins atvinnulausir. Sífellt fleiri eru háðir skiptum á vöru og þjónustu á svörtum markaði til að halda lífi og er hann orðinn mun stærri en hinn opinberi markaður.