Fáni

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg: Katmandu
Þjódernishópar: Chhettri 15.5%, brahman-hill 12.5%, magar 7%, tharu 6.6%, tamang 5.5%, newar 5.4%, kami 3.9%, yadav 3.9%, aðrir/óskilgreint 39.7% (2001)
Tungumál: Nepalska, maithali, bhojpuri, tharu, tamang, newar, magar, awadhi (2001)
Trúarbrögð: Hindúar 80.6%, búddistar 10.7%, múslimar 4.2%, kirantar 3.6%, aðrir/óskilgreint/trúleysingjar 0.9% (2001)
Sjtórnarform: Lýðveldi
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: 4 725 PPP$

Landafræði

Stór hluti Himalajafjalla er í Nepal, þar á meðal Everest, hæsta fjall heims. Í landinu eru mörg önnur fjöll sem ná yfir 8000 metra, en um þrír fjórðu hlutar Nepals er fjalllendi. Slétturnar í suðri eru aðallega notaðar til landbúnaðar, það sama gildir um marga frjósama dali í landinu. Loftslagið er breytilegt eftir hæð yfir sjávarmáli: Á láglendinu er heittemprað loftslag en í fjöllunum er víða svo kalt að þar er snjór allt árið og jöklar. Vatnsorka hefur verið virkjuð í litlum mæli, en í Nepal er fjöldi áa og fossa. Skógar eru fyrst og fremst notaðir sem eldsneyti. Úr eldivið fæst 90% þeirrar orku sem notuð er í Nepal. Þetta hefur leitt til skógar- og jarðeyðingar. Ræktun smábænda á litlum svæðum í fjöllunum hefur þó hindrað jarðvegseyðingu. Vatn í landinu er mengað vegna lélegrar fráveitu og úrgangs frá smáiðnaði landsins. Vegna mengunar frá bílum og öðrum farartækjum eru gæði lofts í stærstu borgunum léleg.

Saga

Nepal er innilokað á milli Indlands og Kína, en bæði löndin hafa haft mikil áhrif á Nepal í aldanna rás. Landið hefur þó aldrei verið hernumið, þrátt fyrir að bæði Indverjar og Bretar hafi lengi stjórnað utanríkismálum þess. Í Nepal er löng hefð er fyrir einvöldum, valdamiklum konungum og spilltum stjórnmálamönnum. Það auðveldaði maóískum skæruliðum að koma sér fyrir í fátækri nepalskri landsbyggðinni. Afstaða maóista gegn einræði og lénsskipulagi aflaði þeim stuðnings meðal fátækra bænda sem fannst þeir vanræktir í nepölskum stjórnmálum. Þeir komu af stað „Stríði fólksins“ árið 1996 og fengu fljótt marga fylgismenn. Stríðsreksturinn sem fylgdi næstu ár kostaði 13 þúsund mannslíf.

Vistfræðileg fótspor

7

0,7

Jarðarkúlur Nepal

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Nepal, þá þyrftum við 0,7 jarðar.

Vistfræðileg fótspor

Samfélag og stjórnmál

Nepalskt samfélag einkennist af spennu á milli ríkisstjórnarinnar og uppreisnarmanna annars vegar og ríkisstjórnarinnar og konungdæmisins hins vegar. Árið 2001, í hinum svokölluðu „konungshallarfjöldamorðum“ myrti drukkinn krónprins konunginn, drottninguna og átta aðra meðlimi konungsfjölskyldunnar áður en hann svipti sjálfan sig lífi. Yngri bróðir konungsins tók við krúnunni. Árið 2005 kom hann á að nýju einræði í Nepal, hann leysti kjörna fulltrúa frá embættum og gerði landið að hreinræktuðu einræðisríki. Eftir mikinn þrýsting frá alþjóðasamfélaginu og mikil innanríkismótmæli var þjóðþingið sett aftur vorið 2006. Í dag er stjórnmálaástand mjög ótryggt í Nepal.

Lífskjör

12

140 / 188

HDI-lífskjör Nepal

Nepal er númer 140 af 188 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hagkerfi og viðskipti

Nepal er eitt af fátækustu löndum heims og er samkvæmt SÞ skilgreint sem eitt af þeim vanþróuðustu. Stór hluti íbúa landsins býr við sjálfsþurftarbúskap og áætlað er að um 40 prósent íbúanna séu vannærðir. Landbúnaður er mikilvægur fyrir Nepal. Á láglendinu er ræktaður sykurreyr, hrísgrjón, korn, jurtaolía, grænmeti, tóbak, jurtir og krydd. Þeir íbúar sem búa í yfir 3000 metra hæð yfir sjávarmáli stunda nautgriparækt. Iðnaður í Nepal er vanþróaður, en Nepalbúar framleiða teppi og textíl til útflutnings. Ferðaþjónusta hefur aukist og er orðin mikilvæg tekjulind fyrir landið. Það veldur því að pólitískur óstöðugleiki hefur mikil áhrif á íbúanna, því ferðaþjónustan dettur niður þegar óstöðugleiki ríkir.

Kort af Nepal