Fáni
Höfuðborg: | Panama City |
Þjóðernishópar: | Mestizo 70%, ameríku-indíánar 20%, hvítir 10% |
Tungumál: | Spænska, enska |
Trúarbrögð: | Kaþólikkar 85%, mótmælendur 15% |
Stjórnarform: | Þingbundið lýðræði |
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: | 39 280 PPP$ |
Landafræði
Panama tengir saman Norður- og Suður-Ameríku og er einungis 55 kílómetrar á breidd þar sem það er mjóast. Við ströndina eru frumskógar og í miðju landi eru fjöll sem ná upp í 3500 metra hæð yfir sjávarmáli. Á láglendinu á milli fjallanna er Panama-skurðurinn, þar sem hægt er að sigla á milli Atlantshafsins og Kyrrahafsins. Í landinu er hitabeltisloftslag með miklum raka, löngum regntímabilum og háu hitastigi. Staðsetningin á milli tveggja úthafa býður upp á mikla fjölbreytni tegunda í regnskóginum, sem nú er ógnað vegna eyðingar. Önnur umhverfisvandamál eru jarðvegseyðing, mengað drykkjarvatn og mikil loftmengun í borgunum.
Saga
Vegna legu sinnar mættust helstu siðmenningarsamfélög Mið-Ameríku þar, eins og til að mynda Mayar og Aztekar úr norðri og Cihbchaenar úr suðri. Landið var einnig aðsetur spænska keisaraveldisins í latnesku-Ameríku í meira en 300 ár. Þegar Spánverjar komu til Panama árið 1502 lögðu þeir landið undir sig á stuttum tíma. Stærstur hluti þeirra ættbálka sem þar voru dó út, aðallega vegna þrælahalds og nýrra sjúkdóma. Árið 1821 varð Panama hluti af Stóru-Kólumbíu, þar til landið fékk sjálfstæði árið 1903. Landið hefur alla tuttugustu öldina einkennst af pólitískum óstöðugleika og var á árunum 1968 til 1989 stjórnað af ýmsum einræðisherrum, þar til Bandaríkin réðust inn í landið og komu á lýðræði. Bandaríkjamenn hafa haft mikil áhrif í landinu frá sjálfstæði þess og áttu Panamaskurðinn, sem var byggður með hjálp Bandaríkjanna árið 1914, fram til aldamóta.
Vistfræðileg fótspor
1,7
Jarðarkúlur Panama
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Panama, þá þyrftum við 1,7 jarðar.
Vistfræðileg fótsporSamfélag og stjórnmál
Í Panama er lýðræði, þar sem forsetinn er bæði forsætisráðherra og höfuð ríkisins. Forsetinn hefur víðtæk völd, er kjörinn til fimm ára í senn og getur ekki hlotið endurkjör. Stjórnmál landsins einkennast af persónupólitík og skammvinnum bandalögum milli ólíkra flokka, spilling er umfangsmikil og lítil virðing er borin fyrir stjórnmálamönnum. Herinn hefur löngum gegnt mikilvægu hlutverki og hefur enn þann dag í dag mikil áhrif á stjórnmál landsins. Landið stendur frammi fyrir stórfelldum pólitískum verkefnum í sambandi við ræktun eiturlyfja, smygli á þeim og ólöglegan flutning fólks á milli Suður- og Norður-Ameríku. Önnur aðkallandi verkefni tengjast slæmri meðferð á íbúum af indíánaættum, miklu atvinnuleysi og vaxandi mismun á milli fátækra og ríkra.
Lífskjör
59 / 188
HDI-lífskjör Panama
Panama er númer 59 af 188 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHagkerfi og viðskipti
Í Panama er mjög lítill iðnaður en nálægt 80 prósent af vergri landsframleiðslu kemur frá ólíkum greinum þjónustu. Sérstæð lega landsins og ósnert náttúra gerir það að eftirsóttum ferðamannastað og er ferðaþjónustan í örum vexti. Frjálslynt efnahagskerfi og gott skattakerfi hafa veitt landinu mikilvæg banka- og tryggingaviðskipti. Efnahagsstarfsemi lýtur ströngu aðhaldi í kringum Panamaskurðinn, sérstaklega í borgunum Colón og í Panamaborg. Þjóðnýting skurðarins árið 2000 og vera bandaríska hersins á staðnum, hafa leitt til aukinnar uppbyggingar með fram honum. Atvinnuleysi er, og kemur til með að vera, hátt, þrátt fyrir umfangsmiklar félagslegar umbætur undanfarna áratugi.