Fáni
Helstu tölur og staðreyndir
Höfuðborg: | Lima |
Þjóðernishópar: | Amerindíánar 45%, mestizo 37%, hvítir 15%, aðrir 3% |
Tungumál: | Spænska, quechua, aymara, önnur minni amasón tungumál |
Trúarbrögð: | Kaþólikkar 81%, sjöundadags aðventistar 2%, aðrir/óskilgreint/ekkert 17% (2003) |
Stjórnarform: | Lýðveldi |
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: | 15 048 PPP$ |
Landafræði
Andesfjöllin skipta Perú í þrjú ólík svæði. Á þurri strandlengju vestan fjallanna er lítil rigning og lítill munur á milli árstíða. Á hálendinu er kaldara en í öðrum hlutum landsins, raki og mikil úrkoma. Í austanverðu landinu eru Andesfjöllin, þar er hitabeltisloftslag með háum hita og miklu regni á regntímabilinu. Loftslag í Perú verður að nokkru leyti fyrir áhrifum frá hinum kalda Humboldt-straumi, hann gerir landið sérlega berskjaldað fyrir veðurfyrirbærinu El Nino sem stjórnar breytingum á hitastigi sjávar. Þessar breytingar hafa afleiðingar í för með sér bæði fyrir fiskveiði og loftslag. Í landinu er mikið af náttúruauðlindum. Mikil loft- og vatnsmengun vegna ört vaxtandi iðnaðar á eftirstríðsárunum hefur leitt til mikilla umhverfisvandamála. Eyðing regnskógarins er einnig viðvarandi vandamál.
Saga
Í kringum 3000–1800 f.Kr. kom Nore Chico-siðmenningin fram við ströndina þar sem í dag er Perú. Þetta var eitt af fyrstu skipulögðu samfélögum latnesku-Ameríku að því er vitað er. Á sama tíma var lagður grunnur að mjög þróuðum bæjum í Andesfjöllum og á níundu öld hófu Mochica-indíánar að byggja húsaraðir og vatnskerfi í fjöllunum sem enn eru í notkun. Á tólftu öld kom Inkaríkið fram í kringum bæinn Cuzco og næstu 300 ár þar á eftir lögðu Inkar undir sig næstum þriðjung af Suður-Ameríku. Árið 1532 hertóku Spánverjar Cuzco og lögðu í kjölfarið undir sig allt ríkið á stuttum tíma. Næstu aldir voru byggðar námur og plantekrur á svæðinu og var stærstur hluti vinnuaflsins innfæddir þrælar. Eftir nokkur uppþot gegn nýlendustjórninni varð landið sjálfstætt árið 1821, eitt af síðustu löndum Suður-Ameríku til að hljóta sjálfstæði. Á 19. öld átti Perú í röð landamæradeilna og stóran hluta tuttugustu aldar var kúgunarstjórn við völd í landinu, áður en lýðræði var komið á árið 1980.
Vistfræðileg fótspor
1,4
Jarðarkúlur Perú
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Perú, þá þyrftum við 1,4 jarðar.
Vistfræðileg fótsporSamfélag og stjórnmál
Perú er lýðveldi, forsetinn útnefnir forsætisráðherrann og ríkisstjórnina. Bæði forsetinn og þingið eru kjörin til fimm ára í senn. Á eftirstríðsárunum voru ýmist herstjórnir eða lýðræðislega kosnar stjórnir við völd í Perú. Síðustu herstjórninni var steypt af stóli árið 1979. Mikill stjórnmálalegur óstöðugleiki var í Perú allan níunda og tíunda áratuginn, einkum vegna eiturlyfjaviðskipta og ágengni róttæku vinstri skæruliðahreyfinganna „The lightening path“ og „Túpac Amaru“. Á tíu ára löngum valdatíma Alberto Fujimoris forseta, allan tíunda áratug síðustu aldar, dró úr eiturlyfjaviðskiptum vegna mikils hagvaxtar. Stjórnunarstíll hans varð þó sífellt einræðislegri sem leiddi til þess að hann sagði af sér þrátt fyrir sigur í kosningum árið 2000. Mikilvægustu pólitísku baráttumálin í Perú í dag eru baráttan gegn eiturlyfjaviðskiptum, vaxandi atvinnuleysi, að byggja upp grunngerð landsins og bæta sambandið við nágrannalöndin.
Lífskjör
82 / 188
HDI-lífskjör Perú
Perú er númer 82 af 188 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHagkerfi og viðskipti
Aðalútflutningsvörur Perú eru fiskimjöl, bómull, sykur, kaffi og jarðefni. Perú flytur inn vélar, málma og ýmis konar matvöru. Miklar sveiflur voru í efnahag landsins á eftirstríðsárunum. Eftir mikla aukningu í jarðefnavinnslu og fiskveiðum á sjöunda áratug síðustu aldar tók við efnahagskreppa á níunda áratugnum og markaðsverð á útflutningsvörum landsins féll gríðarlega. Nokkuð dró úr verðbólgunni eftir umbætur í upphafi tíunda áratugarins, en mikil starfsemi fer enn fram utan hins formlega efnahagskerfis, þá sér í lagi eiturlyfjaviðskipti. Ferðaþjónustan hefur aukist með batnandi heilbrigðis- og öryggismálum, en er þó enn lítill hluti vergrar landsframleiðslu.