Fáni

Helstu tölur og staðreyndir

Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: 41 888 PPP$

Landafræði

Í miðju landinu er fjallgarðurinn Karpatene, með fjórtán tindum sem eru yfir 2000 metrar á hæð. Sunnar verða fjöllin svo að lægri fjallshryggjum, og í vestri og suð-austri einkennist landslagið af sléttum. Næstum helmingur landsins er flokkaður sem óspjallað vistkerfi, enda má finna eitt fjölbreyttasta dýra- og plönturíki í Evrópu innan landamæra Rúmeníu. Þar eru stórir verndaðir skógar, sem hafa verið ræktaðir upp aftur eftir stórfellt skógarhögg. Í suðaustri er dæmigert miðjarðarhafsloftslag, með mildum sumrum og vetrum. Í norðri verða veturnir hins vegar mjög kaldir og sumrin afar heit. Loftslagið er einnig mismunandi á milli svæði sem eru mishátt yfir sjávarmáli. Rúmenía varð fyrir mikilli mengun undir kommúnistastjórninni, en þá var mikil áhersla lögð á stóriðnað. Stór hluti jarðvegarins er ónýtur vegna súrs regns. Stór svæði hafa einnig orðið fyrir skaða vegna geislavirks úrgangs og vegna kjarnorkuslyssins sem átti sér stað í nágrannalandinu Úkraínu 1986. Á seinustu áratugum hafa Rúmenar hrint í framkvæmd umhverfisverndarátökum sem hafa gefið góða raun. Sífellt stærri svæði eru gerð að þjóðgörðum og eftirlit með loftlagsmengun hefur orðið mun meira eftir að landið gekk í ESB.

Saga

Landið sem er þekkt sem Rúmenía í dag var innlimað í Rómarveldi ca. 200 árum sae. Kr. Svæðinu var rænt og lagt í eyði af ýmsum hirðingjaþjóðflokkum næstu hundrað árin á eftir, eða þangað til Rómverska heimsveldið fór að riða til falls. Eftir fall Rómarveldis var landið undir stjórn nágrannalandanna lengi vel og þar var ekki að finna neinskonar heimastjórn þangað til að furstadæmin Vallakía og Moldavía voru stofnuð á 14. öld. Á 15. öld voru þau svo innlimuð inn í Ottóman-heimsveldið sem var við stjórnvölinn allt fram til loka 18. aldar. Á þeim tíma var þrýstingurinn frá Austur-Ungverska og Rússneska heimsveldinu orðinn of mikill og létu Ottómanar því stjórnina af hendi. Rússar lýstu því yfir að landið væri þeirra verndarsvæði, en misstu stjórnina yfir því í Krím- stríðinu (1853-1856). Árið 1881 lýstu Rúmenar yfir sjálfstæði og stofnuðu konungsveldi undir stjórn Carol konungs. Landið lýsti yfir hlutleysi í báðum heimsstyrjöldunum, en var þvingað til að taka afstöðu undir lok beggja þeirra. Eftir seinni heimsstyrjöldina tóku kommúnistar við völdum og afnámu konungsveldið. Frá 1965 – 1989 var Rúmenía undir stjórn einræðisherrans Nicolae Ceaucescu, en honum var steypt af stóli í blóðugri byltingu árið 1989. Upphaf tíunda áratugs seinustu aldar var nokkuð stormasamt, en Rúmenía gekk svo í Evrópusambandið árið 2007 og hefur ör vöxtur og pólitískur stöðugleiki einkennt landið eftir það.

Vistfræðileg fótspor

9 9 1

2,1

jarðarkúlur Rúmenía

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Rúmenía, þá þyrftum við 2,1 jarðar.

Vistfræðileg fótspor

Samfélag og stjórnmál

Ný stjórnarskrá var tekin í notkun í Rúmeníu eftir byltinguna 1989. Landinu er stjórnað í sameiningu af forsætisráðherra og forseta og er kjörtímabil þeirra beggja fimm ár. Allt frá byltingunni hefur fjölbreytileiki stjórnmálaflokka aukist hratt, án þess þó að sérstakar skiptingar eða pólitísk skil hafi myndast. Stjórnmálin eru mjög persónuleg og er oft einblínt á ákveðna einstaklinga frekar en flokka. Það er ekki óvenjulegt að stjórnmálamenn skipti um flokka eða fari í ríkisstjórnarsamstarf með fyrrum andstæðingum sínum. Í upphafi 21. aldarinnar fór landið í gegnum allskyns breytingar og endurskoðanir til að fá inngöngu í Evrópusambandið og fékk landið inngöngu árið 2007. Margir hafa þó gagnrýnt að látið hafi verið af þessari endurskoðun og breytingum þegar landið fékk inngöngu. Rúmenía var eitt af fátækustu löndum Evrópu eftir byltinguna 1989. Gamaldags stóriðja og óskilvirkur landbúnaður voru baggi á efnahagskerfinu. Atvinnuleysi var mikið og var mikil þörf og eftirspurn eftir opinberri félagslegri hjálp. Ástandið versnaði á tíunda áratug seinustu aldar. Við árþúsundamótin fór ástandið þó að batna og hefur landið færst nær nágrannalöndum sínum hvað varðar lífsgæði og velferð.

Í Rúmeníu býr fjölmennasti hópur Róma fólks í heimi. Róma fólki er mjög mismunað í Rúmeníu og er stór hluti þess án allra réttinda. Margir hafa til dæmis engin skilríki og geta því ekki nýtt sér ríkisþjónustu né ferðast yfir landamæri.

Lífskjör

16

48 / 169

HDI-lífskjör Rúmenía

Rúmenía er númer 48 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hagkerfi og viðskipti

Eftir að kommúnistastjórnin fór frá völdum, hefur Rúmenía fengið fjárhagslegan stuðning frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Stærsti úflutningsmarkaður þeirra var í Sovétríkjunum og því hrundu útflutningsviðskipti Rúmena með falli þeirra. Byggja þurfti upp allan iðnað og landbúnað frá grunni. Viðskiptajöfnuður var lengi vel neikvæður, en á seinustu árum hafa útflutningstekjur verið hærri en innflutningstekjur og talsverður vöxtur hefur orðið í mörgum atvinnugreinum. Þjónustugreinar sjá nú fyrir helmingi af þjóðarframleiðslu og landbúnaður er orðinn nútímalegri og skilvirkari. Það má segja að nú sé komið að lokum þess tíma sem Rúmenía hefur þurft til þess að aðlagast efnahagslífi sem er beintengt hinum frjálsa markaði í staðinn fyrir áætlunar-efnahagslífið sem var viðvarandi undir kommúnistastjórninni. Skattakerfið er orðið mun einfaldara en áður og því er landið nú fýsilegri kostur fyrir erlenda fjárfesta, en Rúmenía er orðið það austantjaldsland sem dregur til sín flesta erlenda fjárfesta. Þrátt fyrir að margar jákvæðar breytingar hefi verið gerðar, er Rúmenía enn eitt af fátækustu löndum í Evrópu og er þörfin fyrir félagslegan stuðning þar umtalsverð, atvinnuleysi er mikið og velferðarkerfið er vanþróað. Hátt spillingarstig hamlar einnig frekari efnahagslegri þróun.

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Rúmenía fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Atvinna

Atvinnuleysi

Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.

5 10 10 10 10 10 10 10 10 10

0,5

af hverjum 10 sem geta unnið eru atvinnulausir Rúmenía

Atvinnuleysi

Fátækt

Verg landsframleiðsla (VLF) á mann

Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

11

41 888

VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Rúmenía

Tölfræði um VLF í PPP

Lífskjör

16

48 / 169

HDI-lífskjör Rúmenía

Rúmenía er númer 48 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hungur

Hlutfall íbúa sem eru vannærðir

Tölfræði - vannæring

Heilsa

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

10 10 10 10 10 10 10 10 2 0

8,2

af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Rúmenía

Tölfræði um drykkjarvatn

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

10 10 10 10 10 10 10 10 6 0

8,6

af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Rúmenía

Tölfræði um bólusetningar gegn mislingum

Jafnrétti

Kynjamismunun

Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.

3

0,282

GII-vísitala í Rúmenía

GII - vísitala um kynjamismunun

Loftslag

Vistfræðileg fótspor

9 9 1

2,1

jarðarkúlur Rúmenía

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Rúmenía, þá þyrftum við 2,1 jarðar.

Vistfræðileg fótspor

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar

10 10 10 6

3,56

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Rúmenía

Tölfræði um losun koltvísýrings á íbúa

Mannfjöldi

Íbúar

19 892 812

Fólksfjöldi Rúmenía

Fólksfjöldi

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

10 7

1,7

Fæðingartíðni Rúmenía

Fæðingartíðni

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3 4 5 6

6

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Rúmenía

Barnadauði

Menntun

Læsi og skrifleg færni

Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

10 10 10 10 10 10 10 10 10 9

9,9

af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Rúmenía

Tölfræði um ólæsi

Kort af Rúmenía