Fáni

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg: Moskva
Þjódernishópar: Rússar 80%, tatarar 4%, úkraínubúar 2%, aðrir/óskilgreint 14% (2002)
Tungumál: Rússneska, fjöldi minnihlutamála
Trúarbrögð: Rússneska-rétttrúnaðarkirkjan 15-20%, múslímar 10-15%, kristnir 2% aðrir/óskilgreint/ekkert 55-65% (2006)
Sjtórnarform: Sambandslýðveldi
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: 36 485 PPP$

Landafræði

Rússland er langstærsta land heims og teygir sig yfir ellefu tímabelti. Í sunnanverðu landinu eru sléttur, í norðri þéttur barrskógur og túndra meðfram norðurheimsskautsstrandlengjunni. Nokkrir fjallgarðar mynda náttúruleg landamæri að Suðaustur-Evrópu og Mið-Asíu. Í miðju landinu teygja Úralfjöll sig frá norðri til suðurs líkt og náttúruleg landamæri á milli Evrópu og Asíu. Nyrsti asíski hluti landsins er síberísku slétturnar og síberíska hálendið. Að norðurheimsskautsstrandlengjunni og sléttunum í suðri undanskildum er dæmigert innlandsloftslag í Rússlandi, með tiltölulega lítilli úrkomu, köldum vetrum og stuttum, heitum sumrum. Mikil umhverfisvandamál í landinu eru eftirmálar hinnar gífurlegu iðnvæðingar á tímum Sovétríkjanna og er meira en 75 prósent af ferskvatni landsins ekki nægilega gott sem drykkjarvatn. Mikill úrgangur frá þungaiðnaði og geislavirk mengun frá sjötta og sjöunda áratugnum hafa leitt til þess að ekki er búandi á stórum svæðum og er jarðvegseyðing og eftirlitslaust skógarhögg vandamál á nokkrum skógarsvæðum.

Saga

Flökkuhópar voru áberandi á því landsvæði sem í dag er Rússland, frá þeim tíma sem myndun ríkja í Mið-Asíu og við Svartahaf hófst og allt fram til elleftu aldar fyrir Krist. Kiev-ríkið var stofnað um það bil 800 árum eftir Krist þar sem Úkraína er í dag, það varð fljótt miðstöð verslunar og valdamikið á stórum svæðum í vesturhluta Rússlands. Eftir að Mongólar réðust inn í Kiev á 13. öld varð Moskva mikilvægt keisaradæmi. Næstu 500 ár stækkaði ríkið gífurlega og var árið 1721 endurnefnt hið rússneska heimsveldi Péturs hins mikla. Á þessum tíma var Rússland evrópskt stórveldi, en einræðislegir stjórnarhættir leiddu til fátæktar og vanþróunar í stærstum hluta landsins. Tilraunir til byltingar voru slegnar hart niður árin 1820 og 1905, en tókust árið 1917, þegar keisarafjölskyldan var ráðin af dögum. Eftir margra ára valdabaráttu varð Rússland hluti af hinum kommúnísku Sovétríkjum, sem voru stofnuð árið 1922. Sambandið (Sovétríkin) varð fyrir miklum áhrifum af einræðisstjórn Jósefs Stalíns (1924–1953) og miklum ósigri í seinni heimsstyrjöldinni. Sovétríkin leystust upp árið 1991, eftir margra ára óstöðugleika. Síðan hafa orðið miklar breytingar í Rússlandi sem er pólitískur, efnahagslegur og hernaðarlegur arftaki Sovétríkjanna.

Samfélag og stjórnmál

Rússland er sambandslýðveldi, forsetinn er kosinn til fjögurra ára í senn og útnefnir forsætisráðherrann og ríkisstjórnina. Duma, sem er stærri þingdeildin af tveimur, getur endurmetið ákvarðanir forsetans. Forsetinn er æðsti yfirmaður hersins og útnefnir fjölda háttsettra embættismanna. Héruð landsins hafa vissa sjálfsstjórn, en miðstýring hefur þó aukist í landinu undanfarin ár. Á tíunda áratugnum urðu miklar endurbætur á flestum stigum samfélagsins þó enn sé langt í land. Mörg þeirra vandamála sem ríktu í Sovétríkjunum eru enn til staðar í Rússlandi vegna mikils félags- og efnahagslegs mismunar á milli héraða, gífurlegrar spillingar, spennu á milli ólíkra kynþátta og óyfirstíganlega mikillar skriffinnsku. Landið er mikilvægur gerandi í alþjóðastjórnmálum og eitt af fimm fastaríkjum öryggisráðs SÞ.

Hagkerfi og viðskipti

Efnahagskerfi Rússlands er eitt af þeim stærstu í heimi og árið 1997 varð landið einn af meðlimum G8-hópsins svokallaða. Landið stendur enn þann dag í dag frammi fyrir miklum hindrunum sem það fékk í arf frá Sovétríkjunum, sérstaklega vegna mikils atvinnuleysis og einsleits gamals iðnaðar. Í Rússlandi er mikið af náttúruauðlindum, þar er meðal annars að finna stærstu gasauðlindir heims og heimsins stærsta samfellda skógarsvæði. Landið er leiðandi í olíuframleiðslu í heiminum, þar eru miklar jarðefnaauðlindir og mikill landbúnaður. Landið er háð litlu úrvali af útflutningsvörum sem gerir það sérlega berskjaldað fyrir breytingum á heimsmarkaði. Miklar sveiflur voru í rússnesku efnahagslífi á tíunda áratugnum, frá áætlunarbúskap til markaðsbúskapar. Umfangsmiklar umbætur gátu þó ekki forðað því að þúsundir fyrirtækja misstu mikil verðmæti og fátæktin jókst gífurlega á miðjum tíunda áratugnum. Eftir niðursveiflu á asískum mörkuðum varð efnahagskreppa í landinu árið 1998, hún gekk þó fljótt yfir og næstu ár þar á eftir einkenndust af hagvexti. Þökk sé stórum gjaldeyrisforða Rússlands tókst landinu að komast nær ósnert í gegnum fyrri hluta heimskreppunnar árið 2008, en stríðið við Georgíu og mikil verðlækkun olíu varð til þess að rúblan, rússneski gjaldmiðillinn, féll í gildi. Árið 2009 drógst verg landsframleiðsla saman um 7.1 prósent.