Spánn

Síðast uppfært: 16.06.2024

Spánn er konungsríki í Suður-Evrópu. Í vestri liggur landið að Portúgal, í norðausturhluta Frakklands og Andorra. Landið hefur einnig strandlengju í átt að Atlantshafinu og Miðjarðarhafinu. Spánn er fjórða stærsta land Evrópu. Hér er allt sem þú ættir að vita um Spán.

Fáni

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg: Madrid
Þjóðernishópar: Spánverjar 86,4%, Marokkóbúar 1,8%, aðrir 11,8% (2018)
Túngumál: spænska, katalónska, galisíska, baskneska
Trúarbrögð: Kaþólikkar 68,9%, trúleysingjar 11,3%, agnostics 7,6% annað/ótilgreint/ekkert 12,1% (2019 áætlað)
Íbúagjöldi: 47 519 628 (2023)
Stjórnarform: Þingbundið konungdæmi
Svæði: 505 370 km2
Gjaldmiðill: Evra
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: 45 825 PPP$
Þjóðhátíðardagur: 12. október

Landafræði

Á Spáni er mikið fjallendi, en stórir fjallgarðar eins og Pýrenea-fjallgarðurinn og Sierra Nevada-fjallgarðurinn eru einkennandi fyrir landslagið. Fyrir miðju landinu er nánast gróðurlaust hásléttusvæði. Þar er jarðvegur slæmur til ræktunar og loftslagið óhagstætt. Hálendið er umlukt dölum sem farvegir ánna Ebro og Guadalquivirt hafa myndað. Meðfram strandlengjunum í norðri og suðri eru láglendissvæði, sem einkennast af sléttum sem henta vel til ræktunar.

Á Spáni er mikill munur á milli landshluta hvað varðar hæð yfir sjávarmáli og er þar af leiðandi mikill munur á loftslagi eftir landshlutum. Á norðurströndinni er loftslagið einkennandi fyrir Atlantshafið, en í suðri er mun hlýrra. Inn fyrir miðju landinu getur hitinn farið allt upp í 40°C á sumrin en þar er einnig mun kaldara á veturna. Jarðeyðing og skógareldar sem eiga sér stað yfr sumartímann ógna skógum landsins, en yfirvöld hafa þó sett í gang umfangsmikið skógræktunarverkefni.

Á Spáni er loftmengun mikil og er landið því mjög viðkvæmt fyrir útblæstri frá olíuskipunum sem sigla oft meðfram ströndinni.

Saga

Fönikar stjórnuðu því svæði þar sem Spánn liggur í dag fram til ársins 200 fyrir Krist, en þá lögðu Rómverjar svæðið undir sig og stofnuðu þar héraðið „Hispania“. Þegar Rómarveldi leið undir lok á 5. öld féll landið undir stjórn ýmissa gotneskra hópa, en að lokum lagði Bagdad-kalífatið undir sig landið á 8. öld. Á næstu öldum þróaðist hið arabíska spánarsvæði í að verða menningarleg, vísindaleg og efnahagsleg þungamiðja í Suður-Evrópu. Á 13. öld voru Arabarnir svo neyddir til að flytjast suður á bóginn og var Spáni deilt niður í mörg smærri furstadæmi, en þau voru svo sameinuð í eitt konungsríki á 15. öld.

Eftir landafundi Kristófers Kólumbusar voru löndin sem hann uppgvötaði innlimuð í spænska konungsríkið sem óx hratt og varð fljótt að einu stærsta og valdamesta ríki Vesturlanda. Mikið hægði þó á vexti landsins á 16. og 17. öld, en þá varð Spánn fyrir efnahagslegu hruni og fólksfækkun varð ör, þar sem fólk fluttist í stríðum straumum til nýlendnanna. Spánverjar misstu svo stjórn yfir öllum nýlendum sínum í Suður-Ameríku á 19. öld og varð Spánn þá á nýjan leik að áhrifalausu og lítilsvægu Evrópuríki.

Eftir margra ára einræði braust út borgarastyrjöld í landinu árið 1936 þar sem fasistinn Francisco Franco bar sigur úr býtum, en hann stýrði Spáni með harði hendi þangað til að hann lést árið 1975. Síðan þá hefur Spáni oxið ásmegin og er nú eitt af stærstu löndum Evrópu á sviði stjórnmála, viðskipta og alþjóðastjórnmála.

Samfélag og stjórnmál

Spænsk stjórnmál einkennast af togstreitu milli ríkisvaldsins og einstakra héraða. Baskar og Katalónar hafa verið mikið í sviðsljósinu og hafa þessi svæði öðlast töluverða sjálfsstjórn. Þar eru nokkurs konar hreppsþing, en á þeim sitja einstaklingar sem almenningur á hverju svæði fyrir sig kjósa til þingsins. Mörg svæði á Spáni hafa eigin lögreglu og eigin tollyfirvöld. Á Spáni ríkir nú fullgilt vestrænt lýðræði og er spillingin sem einkenndi einræðisstjórn Francos að mestu á bak og brott. Konungurinn er opinber þjóðhöfðingi landsins, en hann tilnefnir forsætisráðherra útfrá úrslitum kosninga. Frá því að Franco fór frá völdum hafa hægri-miðjuflokkurinn Partido Popular (PP) og sósíalistaflokkurinn verið tveir stærstu flokkar landsins. Báðir flokkar hafa verið nálægt miðju í stjórnmálum sínum og báðir hafa gert hugmyndafræðilegar málamiðlanir til að ná árangri.

Það sem helst hefur verið í brennidepli í spænskum stjórnmálum undanfarin ár er sívaxandi straumur innflytjenda frá Afríku og hvernig eigi að hafa hemil á þeirri þróun. Aðskilnaðarher Baska (ETA) hefur einnig verið í sviðsljósinu og hefur mikið verið rætt um hvernig stjórnvöld skuli taka á því máli. Spánverjar gengu í ESB árið 1985 og hafa síðan gengt sífellt stærra hlutverki í áframhaldandi þróun evrópskrar samvinnu.

Hagkerfi og viðskipti

Bylting hefur átt sér stað í spænskum efnahag á seinustu 25 árum. Spánn hefur farið frá því að vera fátækt land sem reiðir sig nánast algjörlega á landbúnað yfir í að vera með þróaðan efnahag þar sem iðnaður og þjónustustörf skipta miklu máli. Ferðamannaiðnaðurinn hefur vaxið á ógnarhraða, en Kanaríeyjar, sem eru aðeins lítill hluti ferðamannasvæðisins á Spáni, eru heimsóttar af mörg hundruð þúsundum ferðamanna á ári hverju. Það er mikill munur á efnahagsmálum eftir landshlutum. Í Madríd og nærliggjandi slóðum, sem og svæðunum sem liggja norðar og nær Atlantshafinu, eru tekjur mun hærri og atvinnumöguleikar fleiri en á svæðunum sunnar, svo sem í Andalúsíu og Extremadura. Aukin einkavæðing og örvun á hinum almenna vinnumarkaði varð til þess að mikill vöxtur átti sér stað á seinasta áratugi 20. aldarinnar. Það styrkti efnahaginn verulega og gerði Spánverjum kleift að vera einn af stofnendum Evrópska myntbandalagsins þegar því var hleypt af stokkunum árið 1999.

Spænska efnahagskerfið var lengi vel álitið eitt af þeim sterkustu í Evrópusambandinu. En alþjóða efnahagskreppan árið 2008 hafði mikil, neikvæð áhrif á Spáni og jókst atvinnuleysi töluvert. Árið 2013 var atvinnuleysi á Spáni einna mest í Evrópu, 26%. Ári síðar, 2014, tók efnahagurinn þó við sér og bendir ýmislegt til þess að staðan muni bætast á Spáni á næstu árum.