Fáni

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg: Colombo
Þjóðernishópar: Síngalesar 73.8%, Srílankískir Moorsar 7.2%, Indverskir Tamílar 4.6%, Srílankískir Tamílar 3.9%, aðrir óskilgreindir hópar 10,5% (2001)
Tungumál: Sinhala (opinbert mál) tamil, annað
Trúarbrögð: Búddistar 69.1%, Múslimar 7.6%, Hindúar 7.1%, Kristnir 6.2%, óskilgreindir 10% (2001)
Stjórnarform: Lýðveldi
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: 14 405 PPP$

Landafræði

Srí Lanka er eyja í Indlandshafi. Skipta má landslaginu á eyjunni í þrjá flokka: hið vota láglendi í suðvestri, þurra láglendið í norðaustri og hálendið í suðri. Hæsta fjallið, Adams Peak, er 2238 metrar yfir sjávarmál. Af fjallinu renna ár í margar áttir. Meðfram strandlengjunni eru sandstrendur og lón. Loftslagið er hitabeltisloftslag, með litlum mun á milli árstíða. Hitastigið er þó breytilegt á milli héraða. Í suðausturhlutanum er heitt og rakt, í norðri er þurrt og mjög heitt en á hálendinu í suðri er svalara. Stærsta umhverfisvandamál Srí Lanka er hröð skógareyðing. Þetta hefur leitt til mikillar jarðvegseyðingar, eyðileggingar náttúrulegra búsvæða dýra, og gert landið berskjaldaðra fyrir flóðum. Á áttunda áratugnum hvöttu yfirvöld til átaks í skógrækt og bönnuðu útflutning timburs og skógarhögg á svæðum sem liggja í meira en 1500 metra hæð yfir sjávarmáli. Þessar tilraunir hafa því miður haft lítil áhrif, og skógur Srí Lanka heldur áfram að minnka.

Saga

Áður en Portúgalar uppgötvuðu Srí Lanka árið 1505 voru tvö síngalísk konungsríki í suðri, og eitt tamílskt ríki í norðri. Þrátt fyrir mikla andspyrnu frá íbúunum tóku Portúgalar landið sem nýlendu. Á miðri 17. öld voru Portúgalarnir hraktir burt af Hollendingum, sem aftur voru neyddir til að víkja fyrir Bretum í lok 17. aldar. Bretarnir stofnuðu stórar te- og gúmmíplantekrur, komu á fjármagnskerfi og neyddu íbúana til að borga skatt. Frelsishreyfing sem krafðist sjálfstæðis var stofnuð sem svar við nýlendustjórninni. Landið varð ekki sjálfstætt ríki í breska heimsveldinu fyrr en árið 1948. Munurinn á síngalesunum og tamílunum jókst. Ein af ástæðum þess er sú að síngalesíski hluti þjóðarinnar fékk sérstök forréttindi. Að auki var ákveðið að opinbera tungumálið skyldi verða síngelsíska. Búddismi, sem er síngaelíska trúin, varð opinber trú landsins. Róttæk tamílsk hreyfing kölluð Tamíltígrar var stofnuð og krafðist sjálfstæðis tamílska hlutans. Á árunum 1983-2009 geisaði borgarastyrjöld í Srí Lanka þar sem Tamíltígrar áttu í átökum við ríkisstjórnina og réðu á tímabili yfir norðausturhluta landsins.

Vistfræðileg fótspor

9

0,9

jarðarkúlur Srí Lanka

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Srí Lanka, þá þyrftum við 0,9 jarðar.

Vistfræðileg fótspor

Samfélag og stjórnmál

Srí Lanka er lýðræðislegt land, og stjórnvöld eru kosin í almennum kosningum. Stjórnarskrá landsins var samþykkt árið 1978 og byggir hún á franska módelinu þar sem forsetinn hefur sterka stöðu. Forsetinn og þingið eru kosin sjötta hvert ár. Þrátt fyrir að Srí Lanka sé í grunninn lýðveldi viðgengst þar valdníðsla, spilling, kosningasvindl og stjórnmálakúgun. Átökin á milli ríkisstjórnar landsins og Tamíltígranna hafa haft áhrif á stjórnmálin. Árið 2002 var komið á vopnahléi sem var brotið árið 2006. Þrátt fyrir það fullyrtu báðir deiluaðilar að vopnahléið stæði yfir. Átökin bitnuðu fyrst og fremst á almenningi. Árið 2009 sigraðist stjórnarherinn að lokum á Tamíltígrunum, en fullkominni sátt milli aðilanna tvegga hefur enn ekki verið náð. Glæpatíðni er sú hæsta í Suður-Asíu og eru glæpir m.a. framdir af fyrrum hermönnum beggja deiluaðila. Undanfarna áratugi hefur fátækt minnkað í landinu, en þrátt fyrir það lifir um það bil fjórðungur íbúanna undir fátæktarmörkum. Borið saman við önnur lönd í álfunni er tiltölulega gott velferðarkerfi á Srí Lanka. Stór hluti heilbrigðisþjónustu er án endurgjalds, og sjúkrahús eru mörg. Staða kvenna í landinu er veik og er konum óopinberlega mismunað í atvinnulífinu og menntakerfinu. Einungis fimm prósent þingmanna eru konur.

Lífskjör

Srí Lanka er númer af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hagkerfi og viðskipti

Efnahagur Srí Lanka byggðist áður á landbúnaði og einföldum iðnaði. Í lok sjöunda áratugar síðustu aldar voru te, kókos og gúmmí undirstaða 90 prósenta af útflutningstekjunum. Í dag standa þessar vörur einungis undir 20 prósent teknanna. Textíliðnaður, þjónusta og byggingaiðnaður hafa tekið við og afla landinu mikilla tekna í dag. Þrátt fyrir mikinn óstöðugleika hefur ferðaþjónusta verið mikilvæg tekjulind. Útflutningstekjur Srí Lanka duga ekki til að greiða fyrir innflutning. Þetta hefur leitt til þess að landið glímir við miklar erlendar skuldir. Fjárhagnum er stjórnað að verulegu leyti af lánastofnunum eins og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum. Þessir aðilar hafa meðal annars krafist þess að atvinnulífið verði einkavætt og stjórnvöld skeri niður opinbera stjórnsýslu. Atvinnuleysi í Sri Lanka hefur dregist saman undanfarin ár, en er þó enn mikið vandamál. Atvinnuleysi eru um það bil tíu prósent, en þaðan af hærra á meðal kvenna og ungs fólks.

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Srí Lanka fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Atvinna

Atvinnuleysi

Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.

3 10 10 10 10 10 10 10 10 10

0,7

af hverjum 10 sem geta unnið eru atvinnulausir Srí Lanka

Atvinnuleysi

Fátækt

Verg landsframleiðsla (VLF) á mann

Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

4

14 405

VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Srí Lanka

Tölfræði um VLF í PPP

Lífskjör

Srí Lanka er númer af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hungur

Hlutfall íbúa sem eru vannærðir

3 10 10 10 10 10 10 10 10 10

0,7

Hlutfall vannærðra íbúa Srí Lanka

Tölfræði - vannæring

Heilsa

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

10 10 10 10 7 0 0 0 0 0

4,7

af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Srí Lanka

Tölfræði um drykkjarvatn

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

10 10 10 10 10 10 10 10 10 7

9,7

af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Srí Lanka

Tölfræði um bólusetningar gegn mislingum

Jafnrétti

Kynjamismunun

Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.

4

0,383

GII-vísitala í Srí Lanka

GII - vísitala um kynjamismunun

Loftslag

Vistfræðileg fótspor

9

0,9

jarðarkúlur Srí Lanka

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Srí Lanka, þá þyrftum við 0,9 jarðar.

Vistfræðileg fótspor

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar

10

1,00

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Srí Lanka

Tölfræði um losun koltvísýrings á íbúa

Mannfjöldi

Íbúar

21 893 579

Fólksfjöldi Srí Lanka

Fólksfjöldi

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

10 10

2,0

Fæðingartíðni Srí Lanka

Fæðingartíðni

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3 4 5 6 7

7

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Srí Lanka

Barnadauði

Menntun

Læsi og skrifleg færni

Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

10 10 10 10 10 10 10 10 10 2

9,2

af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Srí Lanka

Tölfræði um ólæsi

Kort af Srí Lanka