Fáni
Helstu tölur og staðreyndir
Höfuðborg: | |
Þjóðernishópar: | |
Túngumál: | |
Trúarbrögð: | |
Stjórnarform: | |
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: | 3 097 PPP$ |
Landafræði
Í Tansaníu er mjög fjölbreytt landslag, allt frá háum fjöllum, sléttum og vötnum, til strandlengju með bæði kóralrifjum og fenjaviðarskógi. Hæsta fjall Afríku, Kilímanjaró og stærsta vatn Afríku, Viktoríuvatn, eru í Tansaníu. Loftslag er heittemprað með tveimur regntímabilum. Annað frá mars fram í maí og hitt frá nóvember til janúar. Í landinu er fjölbreytt plöntu- og dýralíf og er það meðal annars þekkt fyrir svarta nashyrninginn. Um það bil 39 prósent af landsvæði Tansaníu eru verndaðir þjóðgarðar eða búgarðar með villtum dýrum. Þrátt fyrir það eyðast um 3500 ferkílómetrar af skógarsvæðum á ári vegna aukinnar landbúnaðarframleiðslu. Önnur umhverfisvandamál sem finna má í Tansaníu eru meðal annars eyðimerkurmyndun, jarðvegseyðing og eyðilegging kóralrifja með fram ströndinni. Stjórnvöld í Tansaníu kljást einnig við vandamál tengd veiðiþjófum í þjóðgörðunum og smygli á fílabeinum.
Saga
Í margar aldir var Tansanía, og þá sérstaklega strandsvæði landsins, undir sterkum áhrifum frá arabískri menningu í gegnum viðskipti og sjóferðir. Á Sansibar var meðal annars komið fyrir arabískri viðskiptamiðstöð og frá 1698 var Sansibar (sem samanstendur af eyjunum tveimur Unguja og Pemba) stjórnað af arabíska soldáninum í Óman. Tansanía var bæði undir þýskri og breskri stjórn á nýlendutímanum. Árið 1886 var Tansanía, eða Tanganyika (meginland Tansaníu), gert að þýsku verndarsvæði. Sansibar hélt sjálfstæði sínu þar til það fór undir breska stjórn árið 1890. Tap Þýskalands í fyrri heimsstyrjöldinni varð til þess að Tanganyika var gert að yfirráðasvæði Bretlands. Árið 1961 varð Tansanía sjálfstætt ríki og ári eftir var stofnað þar lýðveldi þar sem Nyerere var kjörinn fyrsti forseti landsins. Sansibar varð ekki sjálfstætt fyrr en árið 1963, ári seinna sameinuðust Tanganyika og Sansibar og mynduðu bandalag undir nafninu Sambandslýðveldið Tansanía. Sansibar hélt sjálfstjórn og hefur enn sína eigin stjórnarskrá. Forsetinn Nyerere kynnti árið 1967 Arusha-yfirlýsinguna, verkefni um félagslega þróun landsins. Fram til 1995 var einungis leyfður einn stjórnmálaflokkur í Tansaníu.
Vistfræðileg fótspor
0,7
jarðarkúlur Tansanía
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Tansanía, þá þyrftum við 0,7 jarðar.
Vistfræðileg fótsporSamfélag og stjórnmál
Stjórnmálaflokkurinn Chama Cha Mapinduzu (CCM) hefur verið við stjórnvölinn í Tansaníu frá sjálfstæði landsins árið 1961. Arfurinn frá einsflokksríkinu er enn áberandi og stjórnarandstaðan í landinu veik. Árið 2005 vann forsetinn Jakaya Mrisho Kiwete frá CCM kosningarnar með 80 prósentum atkvæða. Hinn nýi forseti er, ólíkt fyrirrennurum hans, mjög vinsæll meðal almennings í Tansaníu. Hann hefur til að mynda hafið að leysa úr spillingarvandamálum í landinu, auk þess sem hann hefur kynnt verkefni til styrktar réttindum kvenna. Sambandið á milli Tansaníu og Sansibar hefur í langan tíma einkennst af ósætti. Átökin koma vanalega upp á yfirborðið á kosningatímum. Íbúar Sansibar óska eftir auknu sjálfstæði, en Tansaníubúar á meginlandinu halda því fram að þeir eigi að vera sáttir við bandalagssamkomulagið sem er til staðar. Tansanía er við það að uppfylla Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um grunnskólamenntun fyrir alla, en barnadauði í Tansaníu er með þeim hæstu í löndum Afríku sunnan Sahara.
Lífskjör
Gögn vantar
Tansanía er númer af löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHagkerfi og viðskipti
Þrátt fyrir að Tansanía sé mjög fátækt land hefur hagvöxtur verið stöðugur undanfarin ár. Bætt lífskjör hafa þó ekki komið fátækasta hluta íbúanna til góða, en yfir helmingur íbúa landsins lifir á undir einum dollar á dag. Um 80 prósent íbúa Tansaníu býr við sjálfsþurftarbúskap. Kaffi var mikilvægasta útflutningsafurð Tansaníu þar til á tíunda áratugnum, þá tóku kasjúhnetur við því hlutverki. Í dag er gull mikilvægasta útflutningsafurðin. Þrátt fyrir mikinn hagvöxt eru stjórnvöld í Tansaníu háð alþjóðlegri þróunaraðstoð, sem er um 40 prósent af fjárlögum landsins. Árið 2001 var stór hluti af erlendum skuldum landsins felldur niður. Þrátt fyrir þetta jafngildu erlendar skuldir Tansaníu árið 2010 þriðjungi vergrar framleiðslu. Heimskreppan árið 2008 leiddi til enn frekari efnahagsvandamála. Ferðaþjónusta er mikilvæg tekjulind fyrir landið. Náttúruperlur eins og Kilímanjaró og þjóðgarðurinn Serengeti trekkja á hverju ári að gífurlegan fjölda túrista.
Tölfræði
Á þessari síðu er gildi fyrir landið Tansanía fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir
Atvinna
Atvinnuleysi
Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.
0,3
af hverjum 10 sem geta unnið eru atvinnulausir Tansanía
Fátækt
Verg landsframleiðsla (VLF) á mann
Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti
3 097
VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Tansanía
Lífskjör
Gögn vantar
Tansanía er númer af löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHungur
Hlutfall íbúa sem eru vannærðir
2,5
Hlutfall vannærðra íbúa Tansanía
Heilsa
Drykkjarvatn
Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni
1,1
af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Tansanía
Bóluefni
Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum
7,6
af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Tansanía
Jafnrétti
Kynjamismunun
Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.
0,560
GII-vísitala í Tansanía
Loftslag
Vistfræðileg fótspor
0,7
jarðarkúlur Tansanía
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Tansanía, þá þyrftum við 0,7 jarðar.
Vistfræðileg fótsporCO2-losun
Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar
0,23
fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Tansanía
Mannfjöldi
Íbúar
Fólksfjöldi Tansanía
Fæðingartíðni
Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast
4,6
Fæðingartíðni Tansanía
Barnadauði
Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn
47
af hverjum 1000 börnum sem fæðast Tansanía
Menntun
Læsi og skrifleg færni
Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi
8,2
af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Tansanía