Túvalú

Síðast uppfært: 23.07.2024

Eyríkið Túvalú í Kyrrahafi er eitt af minnstu sjálfstæðu ríkjum heims. Stórir hlutar eyjunnar eiga á hættu að sökkva í sæ vegna loftslagsbreytinga.

Fáni

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg: Funafuti
Þjóðernishópar: Pólýnesar 96%, míkrónesar 4%
Túngumál: Túvalska, enska, samóíska, kíríbatíska
Trúarbrögð: Kristnir 98%, ba'hai 1%, aðrir/ekkert 1%
Stjórnarform: Þingbundin konungsstjórn
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: 5 421 PPP$

Landafræði

Túvalú er í suðurhluta Kyrrahafsins, á svipuðum slóðum og Kiribati, Fidjieyjar og Samóaeyjar. Landið samanstendur af níu eyjum, þar af eru fimm kóralrif. Eyjarnar henta illa til landbúnaðar vegna lélegs jarðvegs og lítils ferskvatns. Í landinu er hitabeltisloftslag, með mikilli úrkomu, tíðum stormum og litlum mun á milli árstíða. Skógareyðing og mengun drykkjarvatns eru alvarleg umhverfisvandamál og eyríkið tekur virkan þátt í alþjóðlegum umhverfisstofnunum. Hæsti punktur Túvalú er í 4,5 metra hæð yfir sjávarmáli, sem gerir landið sérstaklega viðkvæmt fyrir breytingum á sjávarhæð.

Saga

Áður en Túvalú, Samóa og Tonga hófu að hafa samskipti við umheiminn voru mikil samskipti þeirra á milli. Evrópubúar komu þangað í fyrsta sinn á 16. öld, en það var ekki fyrr en á 19. öld, þegar hvalveiðar í Kyrrahafi jukust, sem auknum samskiptum var komið á. Í byrjun 20. aldar urðu eyjarnar hluti af bresku nýlendunni Gilbert- og Ellice-eyjum. Eins og í mörgum nýlendum í heiminum var sameiningin gerð þvert á ættbálka, á Ellice-eyjum var meirihlutinn Pólínesar en meirihlutinn á Gilbert-eyjum voru Míkrónesar. Eftir margra ára ættbálkastríð voru Ellice-eyjar aðskildar frá nýlendunni árið 1974 og fengu árið 1978 sjálfstæði undir nafninu Túvalú.

Samfélag og stjórnmál

Túvalú er hluti af breska samveldinu og þjóðhöfðingi þeirra er enski þjóðhöfðinginn. Landinu er stjórnað af landstjóra, sem er skipaður eftir meðmæli frá lýðræðislega kjörnum forsætisráðherra. Í Túvalú eru engir formlegir stjórnmálaflokkar og á þinginu eru 15 sæti sem kosið er í til fjögurra ára í senn. Stjórnmálin einkennast af ættarböndum og persónulegum samböndum. Mikilvægasta baráttumál stjórnmálamanna er að berjast gegn loftslagsbreytingum, sem herja í sífellt auknum mæli á eyríkið.

Hagkerfi og viðskipti

Túvalú eru eitt af minnst þróuðu löndum heims, en er þekkt fyrir gott efnhagslíf og jafnvægi í ríkisfjármálum. Eina útflutningsvaran eru þurrkaðar kókoshnetur. Íbúarnir lifa að mestu leyti af fiski og einföldum landbúnaði. Einangruð lega landsins veldur því að fáir ferðamenn heimsækja landið. Stór hluti af innkomu landsins eru peningar sem sendir eru til landsins frá brottfluttum íbúum. Stjórnvöld fá einhverjar tekjur frá sölu af mynt og frímerkjum og fiskikvótum, en landið er háð aðstoð frá Taívan, Japan og Nýja-Sjálandi. Árið 2000 leigði ríkisstjórnin út lén landsins (.tv) til bandarísks fyrirtækis, sem hefur aukið tekjur landsins gríðarlega.

Kort