Fáni

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg: Kampala
Þjóðernoshópar: Baganda 16.9%, banyakolar 9.5%, basogar 8.4%, bakigar 6.9%, itesoar 6.4%, langiar 6.1%, acholiar 4.7%, bagisuar 4.6%, lugbarar 4.2%, bunyoroar 2.7%, aðrir/óskilgreint 29.6% (2002)
Tungumál: Enska, ganda/luganda, nigerísk-kongotungumál, nilo-sahara tungumál, swahili, arabíska
Trúarbrögð: Kaþólikkar 41.9%, mótmælendur 42%, múslímar 12.1%, aðrir/óskilgreint/ekkert 4% (2002)
Stjórnarform: Lýðveldi
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: 2 694 PPP$

Landafræði

Um það bil þrír fjórðu af landsvæði Úganda er á Mið-Afríkuhálendinu og er mestur hluti landsins í um það bil 900 metra hæð yfir sjávarmáli. Í landinu er hitabeltisloftslag og hitastigið er stöðugt í kringum 22 gráður. Gresjur þekja stóran hluta landsins, sérstaklega eftir að mestur hluti regnskógarins var höggvinn niður. Viktoríuvatn skiptist á milli Úganda, Tansaníu og Kenía og myndar að hluta landamæri Úganda í suðri. Vatnið, sem áður var ríkt af fiski, stríðir nú við alvarleg umhverfisvandamál. Alþjóðleg fyrirtæki með botnvörpur eyðileggja fiskistofninn með ofveiði. Þar að auki eru hlutar vatnsins að breytast í gróður vegna fjölda vatnshýasinta og stöðugt lækkandi vatnsborðs. Veiðiþjófnaður, skógareyðing, ofbeit og jarðvegseyðing eru einnig umhverfisvandamál sem Úganda glímir við.

Saga

Innflytjendur frá Nubia bjuggu í norðurhluta Úganda frá 3. öld f. Kr. Síðar kom meðal annars bantumælandi fólk að vestan og fólk af hamitískum uppruna frá norðaustri. Á norðursvæðunum þróuðust ólíkir ættbálkar á meðan í suðrinu voru konungsdæmi. Frá því um 1840 réðust egypskir og súdanskir þrælahaldarar inn í norðurhéruðin, stuttu eftir það komu fyrstu evrópsku landkönnuðirnir til landsins. Árið 1890 gerðu England og Þýskaland samkomulag sem gerði Úganda að hluta af bresku verndarsvæði. Eftir það var landið undir breskri stjórn fram að sjálfstæði þess árið 1962. Eftir níu ára hverfult lýðræði tók ofurstinn Idi Amin við völdum í valdaráni árið 1971. Eftir hrottafengið og spillt tímabil sem leiðtogi landsins var honum steypt af stóli árið 1979. Núverandi forseti Úganda, Yoweri Museveni, hefur setið við völd síðan árið 1986.

Vistfræðileg fótspor

7

0,7

jarðarkúlur Úganda

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Úganda, þá þyrftum við 0,7 jarðar.

Vistfræðileg fótspor

Samfélag og stjórnmál

Núverandi forseti Úganda, Yoweri Museveni, komst til valda í valdaráni árið 1986. Í mörg ár litu Vesturlöndin á Museveni sem fyrirmynd, en undanfarin ár hefur gagnrýni á hann aukist. Sérstaklega vegna þess að lýðræðislegum leikreglum er ekki fylgt. Þrátt fyrir að fjölflokkakerfi hafi verið innleitt árið 2005 ræður Museveni og flokkur hans ríkjum. Árið 2011 var Museveni aftur kjörinn forseti með 70% atkvæðanna. Tímabilið eftir kosningarnar hefur einkennst af stríði á milli forsetans og andstæðinga hans, helsta ástæðan eru ásakanir andstæðinga hans um spillingu í kosningum. Lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir að taka hart á mótmælendum og mótmælum sem andstæðingar forsetans hafa skipulagt. Árið 2010 varð höfuðborgin Kampala fyrir hryðjuverkaárás, sem Al-Shabaab herská íslömsk samtök hafa lýst ábyrgð á. Eftir að hafa herjað á íbúa í Norður Úganda í meira en 20 ár var uppreisnarhópinn rekinn úr landi. Minnihlutahópar verða fyrir mismunun og er samkynhneigð bönnuð í Úganda.

Lífskjör

11

139 / 169

HDI-lífskjör Úganda

Úganda er númer 139 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hagkerfi og viðskipti

80 prósent íbúa Úganda eru bændur og landið er óháð öðrum um mat. Kaffi er mikilvægasta útflutningsafurðin og hefur stundum staðið fyrir 90 prósent af útflutningstekjum landsins, sem gerir landið mjög berskjaldað fyrir heimsmarkaðsverði á kaffi. Úganda stóð tiltölulega vel efnahagslega þegar landið varð sjálfstætt árið 1962. Í stjórnartíð sinni rak Idi Amin hins vegar burt flesta þá sem bjuggu yfir erlendri þekkingu og unnu við iðnað, sem hafði afar slæm áhrif á efnahag landsins. Undanfarin ár hafa langtíma átök gegn LRA og alnæmisfaraldur haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir úganskan efnahag. Þrátt fyrir að ennþá megi telja Úganda sem mjög fátækt land hafa síðustu fjögur ár einkennst af miklum hagvexti. Sérstaklega hefur vöxturinn orðið mikill í þjónustugreinum og framleiðslu á matvöru. Kaffi framleiðslan hefur hins vegar orðið fyrir barðinu á fjármálakreppunni. Þættir sem hafa hamlandi áhrif á vöxt efnahags landsins eru spilling, slæmir innviðir og mikil fólksfjölgun. Það eru miklar væntingar til olíuvinnslu en olía hefur fundist á undanförnum árum í landinu við Albertvatn. Olían sem hefur fundist mun líklega leiða til þess að Úganda eigi auðveldara með að fá lán á betri kjörum en áður hafa boðist. Það getur leitt til þess að landið verði ekki eins háð þróunaraðstoð í framtíðinni og það hefur verið hingað til.

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Úganda fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Atvinna

Atvinnuleysi

Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.

6 10 10 10 10 10 10 10 10 10

0,4

af hverjum 10 sem geta unnið eru atvinnulausir Úganda

Atvinnuleysi

Fátækt

Verg landsframleiðsla (VLF) á mann

Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

1

2 694

VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Úganda

Tölfræði um VLF í PPP

Lífskjör

11

139 / 169

HDI-lífskjör Úganda

Úganda er númer 139 af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hungur

Hlutfall íbúa sem eru vannærðir

Tölfræði - vannæring

Heilsa

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

10 9 0 0 0 0 0 0 0 0

1,9

af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Úganda

Tölfræði um drykkjarvatn

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

10 10 10 10 10 10 10 10 10 0

9,0

af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Úganda

Tölfræði um bólusetningar gegn mislingum

Jafnrétti

Kynjamismunun

Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.

5

0,530

GII-vísitala í Úganda

GII - vísitala um kynjamismunun

Loftslag

Vistfræðileg fótspor

7

0,7

jarðarkúlur Úganda

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Úganda, þá þyrftum við 0,7 jarðar.

Vistfræðileg fótspor

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar

1

0,13

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Úganda

Tölfræði um losun koltvísýrings á íbúa

Mannfjöldi

Íbúar

48 582 334

Fólksfjöldi Úganda

Fólksfjöldi

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

10 10 10 10 4

4,4

Fæðingartíðni Úganda

Fæðingartíðni

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42

42

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Úganda

Barnadauði

Menntun

Læsi og skrifleg færni

Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

10 10 10 10 10 10 10 10 1 0

8,1

af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Úganda

Tölfræði um ólæsi

Kort af Úganda