Fáni

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg: Vatíkanið
Þjóðernishópar: Ítalir, svisslendingar
Túngumál: Latína, franska, ítalska (þjónustumál)
Trúarbrögð: Rómversk-kaþólska kirkjan
Stjórnarform: Kirkjulegt einræði

Landafræði

Vatíkanið, sem er að finna í Róm, höfuðborg Ítalíu, er minnsta land heims. Landið samanstendur af nokkrum byggingum við ána Tíber, auk nokkurra kirkna og stjórnunarbygginga í og utan við Róm. Einnig er litið á sumaraðsetur páfa sem hluta af Vatíkaninu. Í landinu er dæmigert miðjarðarhafsloftslag, með mildum, rökum vetrum og heitum, þurrum sumrum. Vatíkanið hefur átt við sömu vandamál og Róm vegna loft- og vatnsmengunar. Árið 2007 ákvað Vatíkanið að verða fyrsta „kolefnis-hlutlausa“ ríki heims. Ætlunin er að ná því fram með því að planta skógi í Ungverjalandi.

Saga

Vatíkanið er eina páfaríkið nú á dögum, en þau voru fleiri í kringum Róm frá 15. öld fram á þá 20. Biskupar höfðu mikil völd á þessum tíma og lögðu undir sig stór svæði á Ítalíu. Á 11. öld tók biskupinn í Róm upp páfatitilinn, eftir ítalska orðinu „papa“ (pabbi). Hann lýsti sig höfðingja allrar vestrænnar kirkju. Páfarnir héldu völdum yfir suðurhluta Ítalíu fram til ársins 1860. Þá hóf Emmanuel II kóngur að sameina Ítalíu í eitt land. Pius IX páfi vildi ekki að Róm yrði hluti af Ítalíu og neitaði að láta af völdum. Árið 1871 neyddist hann til að viðurkenna ósigur sinn eftir langt umsátur. Það var ekki fyrr en árið 1929 að Ítalía viðurkenndi Vatíkanið sem fullvalda ríki með páfann sem yfirmann.

Samfélag og stjórnmál

Vatíkansríkið er eina hreina konungsveldi Evrópu. Æðsti yfirmaður ríkisins er páfinn, sem valinn er til lífstíðar. Kardínálaráðið, sem í sitja allir kardinálar í rómversk-kaþólsku kirkjunni, velur páfann. Páfinn stjórnar allri rómversk-kaþólsku kirkjunni og hefur diplómatísk samskipti við yfir 100 lönd. Ríki páfans hefur frá því á 15. öld verið varið af herdeild, sem í eru meðlimir úr svissneska hernum. Nefnd með sjö kardinálum fer með stjórn landsins. Mikilvægasta stjórnmálavinna Vatíkansins er að stuðla að hagsmunum rómversk-kaþólsku kirkjunnar úti um allan heim. Þau málefni sem hæst ber eru trú, þróun og samræður á milli trúarbragða. Landið er ekki aðildarríki SÞ vegna þess að rómversk-kaþólska kirkjan á að vera pólitískt hlutlaus. Frá árinu 1964 hefur Vatíkanið verið eina sjálfstæða ríkið í heiminum sem hefur haft stöðu fastaáheyrnarfulltrúa í SÞ. Í landinu er útvarpsstöð og gefið út dagblað.

Hagkerfi og viðskipti

Efnahagskerfi Vatíkansins er hluti af ítalska efnahagskerfinu. Tekjur landsins koma að mestu leyti frá frjálsum framlögum og gjöfum frá rómversk-kaþólsku kirkjunni úti um allan heim. Það hefur eigin banka sem hefur yfirumsjón með framlögunum. Landið hefur einnig tekjur árlega af milljónum ferðamanna sem heimsækja hina þekktu Péturskirkju. Kirkjan var byggð árin 1506 og 1626 af þekktum arkítektum eins og Michelangelo og Bernini. Gestir heimsækja einnig Vatíkansafnið þar sem sixtínska kapellan (persónuleg kapella páfa) er. Að auki hefur landið miklar tekjur af því að selja eigin frímerki, myndir og minjagripi.

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Vatíkanið fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Atvinna

Atvinnuleysi

Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.

Atvinnuleysi

Fátækt

Verg landsframleiðsla (VLF) á mann

Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

Tölfræði um VLF í PPP

Lífskjör

Vatíkanið er númer af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hungur

Hlutfall íbúa sem eru vannærðir

Tölfræði - vannæring

Heilsa

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

Tölfræði um drykkjarvatn

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

Tölfræði um bólusetningar gegn mislingum

Jafnrétti

Kynjamismunun

Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.

GII - vísitala um kynjamismunun

Loftslag

Vistfræðileg fótspor

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Vatíkanið, þá þyrftum við jarðar.

Vistfræðileg fótspor

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar

Tölfræði um losun koltvísýrings á íbúa

Mannfjöldi

Íbúar

518

Fólksfjöldi Vatíkanið

Fólksfjöldi

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

10 0

1,0

Fæðingartíðni Vatíkanið

Fæðingartíðni

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

Barnadauði

Menntun

Læsi og skrifleg færni

Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

Tölfræði um ólæsi

Kort af Vatíkanið