Fáni

Helstu tölur og staðreyndir

Höfuðborg: Brazzaville
Þjóðernishópar: Kongóbúar 48%, sangha 20%, m'bochi 12%, teke 17%, Evrópubúar / aðrir 3%
Túngumál: Franska, lingala, monokutuba, kikongo, fleiri tungumál innfæddra
Trúarbrögð: Kristnir 50%, andatrúarmenn 48%, múslímar 2%
Stjórnarform: Lýðveldi
Verg landsframleiðsla á hvern íbúa: 3 791 PPP$

Landafræði

Norðausturhluti Vestur-Kongós er aðallega hálendi með þéttum skógi og fjöllum í austri. Kongó-áin rennur um hálendið og myndar landamæri við nágrannalandið Austur-Kongó. Landið hefur stutta strandlengju sem liggur við Atlantshafið. Hitabeltisloftslag er í landinu með heitu og röku veðri allt árið. Landfræðileg lega landsins við miðbaug veldur því að lítill munur er á árstíðum. Hröð og óskipulögð þéttbýlisþróun landsins á sjöunda áratugnum hefur leitt til þess að upp hafa byggst fátækrahverfi, auk þess sem það hefur orsakað mikla loft- og vatnsmengun í stærstu borgunum. Einstæður regnskógur Kongó er í hættu vegna skógareyðingar eftir að ríkisstjórnin einkavæddi timburiðnaðinn. Ólöglegt skógarhögg er sívaxandi vandamál og margar sjaldgæfar dýrategundir í regnskóginum eru í hættu vegna veiðiþjófa.

Saga

Þegar Portúgalar komu að landi í Vestur-Kongó á 15. öld voru þar stór konungsríki með milljónum íbúa. Í fyrstu voru samskipti við íbúa landsins lítil og varkár. Það breyttist þegar Portúgalar gerðu Brasilíu að nýlendu sinni árið 1500 og þurftu á þrælum að halda til að nýta náttúruauðlindir. Portúgalar tóku yfir stjórn konungsríkjanna við ströndina og næstu árhundruð voru meira en 350.000 manns seldir í þrælahald. Frá árinu 1891 var landið nýlenda Frakka og árið 1910 varð allt landið hluti af nýlendunni „Franska miðbaugs-Afríka“. Landið fékk fyrst sjálfstæði árið 1960 og gekk í gegnum róttæka vinstri byltingu árið 1963. Vestur-Kongó var sósíalískt fram til ársins 1992 og voru mörg valdarán framin á þeim tíma. Kosningasigur stjórnarandstöðunnar árið 1992 leiddi til mikils óstöðugleika og pólitísk stjórn landsins lamaðist algjörlega. Átökin á milli stjórnmálaflokkanna þróuðust út í regluleg borgarastríð á árunum 1992–1993 og 1997–1999.

Vistfræðileg fótspor

6

0,6

jarðarkúlur Vestur-Kongó

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Vestur-Kongó, þá þyrftum við 0,6 jarðar.

Vistfræðileg fótspor

Samfélag og stjórnmál

Samkvæmt stjórnarskránni frá árinu 2002 er Vestur-Kongó lýðveldi. Forsetinn er kjörinn til sjö ára í senn og fer fyrir ríkisstjórninni. Forsetinn hefur mikil völd, getur rofið þingið og boðað til nýrra kosninga. Landið er þó í reynd enn einsflokksríki og sósíalíski verkamannaflokkurinn hefur hreinan meirihluta á þingi. Íbúar landsins hafa ekki aðgang að menntun eða lágmarks heilbrigðisþjónustu og höfuðborgin Brazzaville er í rúst. Íbúar landsins eru af ólíkum ættbálkum og ágreiningur á milli þessara ættbálka stuðlaði að óstöðugleika sem leiddi til borgarastríðs árið 1997. Samsetning stjórnmálaflokkanna mótast mjög af svæða- og ættbálkaskiptingu í landinu. Mikil spilling er í Vestur-Kongó og uppreisnarhópar fara enn ránshendi um suðurhluta landsins. Meira en 150.000 manns eru á flótta í eigin landi, til viðbótar við þúsundir flóttamanna frá nágrannalandinu Austur-Kongó.

Lífskjör

Vestur-Kongó er númer af löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hagkerfi og viðskipti

Undanfarin 30 ár hafa orðið miklar breytingar á efnahag og viðskiptalífi í Vestur-Kongó. Landið hefur þróast frá því að vera háð landbúnaði og skógarhöggi til þess að vera mikilvægur olíuútflytjandi. Nýting á ríkulegum olíuauðlindum landsins var þegar hafin þegar landið fékk sjálfstæði, en hófst ekki af kappi fyrr en á níunda áratugnum. Í dag stendur olíuiðnaðurinn fyrir meira en 50% af vergri landsframleiðslu Vestur-Kongó. Stærstum hluta olíuiðnaðarins er stjórnað af erlendum olíufyrirtækjum og hefur olían ekki leitt til sérlega margra starfa fyrir íbúa Vestur-Kongó, sem búa við fátækt. Aðrar mikilvægar útflutningsvörur eru náttúrugas, timbur, matvæli og ýmis jarðefni. Iðnaðurinn er að mestu leyti í suðurhluta landsins, við höfuðborgina Brazzaville. Norðar í landinu er að mestu unnið við landbúnað og vinnslu jarðefna. Efnahagur landsins fór versnandi meðan á borgarastríðunum 1997–1998 stóð og landið glímir enn við eftirköst átakanna.

Tölfræði

Á þessari síðu er gildi fyrir landið Vestur-Kongó fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir

Atvinna

Atvinnuleysi

Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.

0 0 8 10 10 10 10 10 10 10

2,2

af hverjum 10 sem geta unnið eru atvinnulausir Vestur-Kongó

Atvinnuleysi

Fátækt

Verg landsframleiðsla (VLF) á mann

Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti

1

3 791

VLF á hvern íbúa, sett fram í PPP-dollurum Vestur-Kongó

Tölfræði um VLF í PPP

Lífskjör

Vestur-Kongó er númer af löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.

HDI - Lífskjaralisti Sþ

Hungur

Hlutfall íbúa sem eru vannærðir

0 0 0 2 10 10 10 10 10 10

3,8

Hlutfall vannærðra íbúa Vestur-Kongó

Tölfræði - vannæring

Heilsa

Drykkjarvatn

Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni

10 10 10 10 6 0 0 0 0 0

4,6

af hverjum 10 íbúum hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni Vestur-Kongó

Tölfræði um drykkjarvatn

Bóluefni

Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum

10 10 10 10 10 10 8 0 0 0

6,8

af hverjum 10 börnum eru bólusett fyrir mislingum Vestur-Kongó

Tölfræði um bólusetningar gegn mislingum

Jafnrétti

Kynjamismunun

Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.

6

0,564

GII-vísitala í Vestur-Kongó

GII - vísitala um kynjamismunun

Loftslag

Vistfræðileg fótspor

6

0,6

jarðarkúlur Vestur-Kongó

Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Vestur-Kongó, þá þyrftum við 0,6 jarðar.

Vistfræðileg fótspor

CO2-losun

Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar

10 3

1,25

fjöldi tonna af koltvísýringi sem hver íbúi losar Vestur-Kongó

Tölfræði um losun koltvísýrings á íbúa

Mannfjöldi

Íbúar

6 106 869

Fólksfjöldi Vestur-Kongó

Fólksfjöldi

Fæðingartíðni

Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast

10 10 10 10 0

4,0

Fæðingartíðni Vestur-Kongó

Fæðingartíðni

Barnadauði

Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43

43

af hverjum 1000 börnum sem fæðast Vestur-Kongó

Barnadauði

Menntun

Læsi og skrifleg færni

Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi

10 10 10 10 10 10 10 10 1 0

8,1

af hverjum 10 íbúum yfir 15 ára eru læs og skrifandi Vestur-Kongó

Tölfræði um ólæsi

Kort af Vestur-Kongó