Fáni
Helstu tölur og staðreyndir
Höfuðborg: | Engin (Tindourf) |
Þjóðernishópar: | Arabar, berberar |
Túngumál: | Arabíska |
Trúarbrögð: | Múslímar |
Landafræði
Vestur-Sahara er í útjaðri Sahara-eyðimerkurinnar, sem nær yfir stóran hluta af Norður-Afríku. Stærstur hluti landsins er eyðimörk og steppur, á svæðinu er nánast engin úrkoma og er jarðvegur lélegur. Í landinu er hitabeltisloftslag með jöfnu háu hitastigi allt árið. Meðfram ströndinni er svalara og eilítið meiri úrkoma. Þar sem engar plöntur eru til að halda hitanum getur verið allt að 30°C munur á hitastigi á daginn og nóttunni. Lítil úrkoma og skortur á náttúrulegum vatnsuppsprettum er stöðugt vandamál í Vestur-Sahara. Að auki er landbúnaði ógnað vegna útbreiðslu eyðimerkur og tíðra sandstorma.
Saga
Þar sem í dag er Vestur-Sahara bjuggu áður berberar og bedúanar í litlum ættbálkum án fastrar búsetu. Múslímskir arabar réðust inn í landið á 8. öld og landið varð miðpunktur verslunar á milli Vestur- og Norður-Afríku. Nokkur keisaradæmi komu og fóru á svæðinu þar til Evrópubúar lögðu undir sig norðurhluta Afríku á 19. öld. Vestur-Sahara varð nýlenda Spánar eftir Berlínar-ráðstefnuna árið 1884 og var gert að spænsku héraði árið 1958. Á sjöunda áratugnum hóf frelsishreyfing að myndast og árið 1973 var marxíska andspyrnuhreyfingin Polisario stofnuð. Þegar Spánn dró sig út árið 1975 var landið þegar í stað hernumið af nágrannalöndunum Marokkó og Máritaníu. Árið eftir lýsti Polisario svæðið sjálfstætt. Máritanía dró sig út árið 1979, en Marokkó stjórnar enn stærstum hluta af Vestur-Sahara. Polisario barðist gegn marókkósku herliði allan níunda áratuginn, þar til SÞ samdi um friðarsamkomulag árið 1991. Skilyrði friðarsamkomulagsins voru að halda skyldi frjálsar kosningar um sjálfstæði, það hefur ekki enn verið gert.
Samfélag og stjórnmál
Útlegðarríkisstjórnin heldur til í alsírska bænum Tindourf. Í ríkisstjórninni eru meðlimir Polisario og hefur Muhammed Abdelaziz verið leiðtogi hennar frá því 1982. Vestur-Sahara er í dag viðurkennt sem sjálfstætt ríki af meira en 40 löndum, en krafa Marokkó um svæðið er viðurkennd af um það bil 20 öðrum löndum. Alþjóðadómstóllinn í Haag samþykkti árið 1975 kröfu Polisario um að íbúar landsins ættu að fá að kjósa um sjálfstæði, en friðargæsluliði SÞ MINURSO hefur ekki tekist að koma á kosningum á svæðinu. Ástandið er læst, frá árinu 1980 hefur landinu verið skipt í tvo hluta vegna varnarlínu úr jarðsprengjum sem Marokkó lagði. Polisario stjórnar um það bil fjórðungi landsins, en Marokkó stjórnar afgangnum. Hin langvinnu átök hafa leitt til þjáninga íbúanna og þúsundir flóttamanna lifa í útlegð í búðum í nágrannalandinu Alsír. Gróf brot á mannréttindum hafa átt sér stað af báðum stríðandi aðilum og stríðsfangar hafa hvað eftir annað þurft að þola pyntingar.
Hagkerfi og viðskipti
Ástæður kröfu Marokkó um að hafa stjórn yfir landinu eru þær vonir sem bundnar eru við efnilegan efnahag Vestur-Sahara. Í Vestur-Sahara er mikið af sjávarauðlindum, framleiðsla á fiskimjöli og útflutningur á frosnum fiski. Það er trúlega olía og gas í hafinu og nokkur vestræn olíufyrirtæki hafa fengið leyfi til að hefja tilraunaboranir. Inn til landsins er mikið af steinefnum í jörðu og vinnsla fosfats er ein af mikilvægustu tekjulindum landsins. Mörg tonn af sandi eru seld til nota á ströndum Kanaríeyja. Marokkósk stjórnvöld hafa byggt upp gott vegakerfi og séð iðnaðinum fyrir rafmagni. Í hafnarbænum Laayoune hafa verið byggð mörg hótel og er stefnt að því að leggja aukna áherslu á ferðaþjónustu. Efnahagnum er eingöngu stjórnað af marokkóskum stjórnvöldum og útlegðarríkisstjórnin hefur engin áhrif á þróun efnahagsins.
Tölfræði
Á þessari síðu er gildi fyrir landið Vestur-Sahara fyrir allar mælistikur (frá því ári sem síðast barst). Þú getur auðveldlega borið þessi gildi saman við gildi frá öðru ríki. Sjá vísir
Atvinna
Atvinnuleysi
Hlutfall þeirra sem geta unnið en hafa ekki vinnu.
Gögn vantar
Fátækt
Verg landsframleiðsla (VLF) á mann
Hér hefur landsframleiðslu verið skipt jafnt milli íbúa landanna og leiðrétt fyrir kaupmætti
Gögn vantar
Lífskjör
Gögn vantar
Vestur-Sahara er númer af 169 löndum á lífskjaralista SÞ (HDI) yfir mannlega þróun.
HDI - Lífskjaralisti SþHungur
Hlutfall íbúa sem eru vannærðir
Gögn vantar
Heilsa
Drykkjarvatn
Hlutfall íbúa sem hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni
Gögn vantar
Bóluefni
Hlutfall barna sem eru bólusett fyrir mislingum
Gögn vantar
Jafnrétti
Kynjamismunun
Kynjamismunun á sviðum heilsu, aðkomu að mikilvægum ákvarðanatökum og atvinnuþátttöku.
Gögn vantar
Loftslag
Vistfræðileg fótspor
Gögn vantar
Ef hver einasta manneskja á jörðinni ætti að hafa sömu neyslu og meðalmannfjöldi í Vestur-Sahara, þá þyrftum við jarðar.
Vistfræðileg fótsporCO2-losun
Fjöldi tonna koltvísýrings sem hver íbúi losar
Gögn vantar
Mannfjöldi
Íbúar
Fólksfjöldi Vestur-Sahara
Fæðingartíðni
Meðalfjöldi barna sem hver kona eignast
2,3
Fæðingartíðni Vestur-Sahara
Barnadauði
Meðalfjöldi barna sem deyja áður en þau ná fimm ára aldri, miðað við hver 1000 fædd börn
Gögn vantar
Menntun
Læsi og skrifleg færni
Hlutfall íbúa, 15 ára og eldri, sem eru læs og skrifandi
Gögn vantar